Málfregnir - 01.07.1990, Page 8
að heyja þá baráttu. Fyrirhugaðar
aðgerðir í því máli voru samþykktar
einum rómi á nýafstöðnu Alþingi. Allir
þingmenn, 60 að tölu, gátu sameinast
sem einn maður í þetta sinn. Það fer því
ekki milli mála að íslendingar vilja halda
áfram að vera sérstök og sjálfstæð þjóð í
sfnu eigin landi. Þessi eindregni þjóðar-
vilji er það bjarg sem íslensk málvönd-
unarstefna hvílir á.
Ef íslendingum væri ekkert kappsmál
að standa vörð um frelsi sitt og sjálfsfor-
ræði mætti svo sem einu gilda hvað mál
þeirra héti, og þeim mætti þá líka á sama
standa hvort þeir væru sérstök þjóð eða
brot úr stærri þjóðarheild.
En meðan þeir halda áfram að berjast
fyrir sjálfstæðri tilveru kemur það af
sjálfu sér að einn þáttur í þeirri baráttu
er að bera umhyggju fyrir tungu þjóðar-
innar. Ef eitthvað á að segja til um
hvernig að því skuli staðið verður að
hafa sjálfstæðismálið efst í huga. Sú
stefna sem við fylgjum eða tökum í mál-
legum efnum er m.ö.o. hápólitískt mál.
Fyrir forvitni sakir kynnti ég mér
nýlega hvort nokkuð væri vikið að
íslensku máli í stefnuyfirlýsingum helstu
stjórnmálaflokka landsins. Víðast reynd-
ist svo vera og skýrast og rækilegast hjá
fjölmennustu flokkunum, jafnvel svo að
það er talið með helstu grundvallaratrið-
um að „varðveita" eða „standa vörð um“
tungu þjóðarinnar, enda talað um sjálf-
stæði hennar í sömu andránni.
Sumum opinberum stofnunum hafa
stjórnvöld, sem kunnugt er, ætlað það
sérstaklega að leggja rækt við móður-
málið, svo sem Ríkisútvarpi og Þjóð-
leikhúsi, svo að ekki sé nú minnst á
skólana. Loks skal vakin athygli á því,
að með bréfi, dags. 30. júlí 1964, stofn-
aði menntamálaráðuneytið íslenska
málnefnd, „sem vinna á að íslensku
málverndarstarfi", eins og það er orð-
að í inngangi að reglum um starfsemi
hennar.
Markmið íslenskrar málverndar
Það er eftirtektarvert að bæði í þessu
skjali og í yfirlýsingum stjórnmálaflokk-
anna er megináhersla lögð á „málvernd“
og að „varðveita" tungu þjóðarinnar.
Þess vegna er rétt að leiða hugann að
því, hvað í þeim orðum felst.
Þau má skilja á tvo vegu. - Annar
skilningurinn er sá að málinu sé haldið
svo lítt breyttu að hver sem það kann sé
læs á íslenskt mál allra alda. Menn standi
þá framvegis í svipuðum sporum og við
nú að þessu leyti.
En einnig má hugsa sér að ekki sé átt
við annað en það, að íslendingar haldi
áfram að eiga sérstaka þjóðtungu, frá-
brugðna öllum öðrum málum. Megi þá
einu gilda þótt hún gerbreytist frá því
sem nú er, jafnvel svo að niðjar okkar
skilji ekki lengur íslenskar bækur sem
við lesum nú. Öllu sé óhætt meðan tunga
þjóðarinnar sé ólík öðrum tungum þó að
ekki takist að halda endalaust órofnu
mállegu sambandi við liðna tíð.
Ég býst við að fyrri skilningurinn sé
almennari og útbreiddari, enda fullnægir
hann betur sjálfstæðiskröfunni eða
-stefnunni. Síðarnefndi kosturinn er
varla eins meinlaus og hann kann að
virðast. Ef málið tæki á skömmum tíma
jafn-miklum stakkaskiptum og þar um
ræðir, er hætt við að sú tilbreyting yrði
lítilli þjóð dýrkeypt. Hún myndi sitja
uppi með takmarkað lestrarefni á
skiljanlegu máli, búa að því leyti við
þrengri kost en við nú, að hún væri ekki
aðeins sér um mál í samfélagi þjóðanna,
heldur væri hún slitin úr sambandi við
sjálfa sig, einangruð frá sinni eigin
fortíð. Sá sem skilur ekki íslensku 20.
aldar er um leið ólæs á allt sem skrifað
hefir verið á íslensku fram á þennan dag.
Enginn getur valið um Snorra eða Lax-
ness. Annaðhvort nær hann fundi beggja
eða hvorugs.
Þjóð sem á rithöfundum sínum jafn-
mikið að þakka og íslendingar verður að
8