Málfregnir - 01.07.1990, Page 18
BALDUR JÓNSSON
S
Islenskt orð fyrir „telefax“
Nú eru allir hættir að spyrja hvað
„AIDS“ heiti á íslensku. Líklega dregur
að því að fremur verði spurt hvað
alnæmi eða eyðni heiti á ensku. Þetta er
gangurinn. En alltaf kemur eitthvað
nýtt. Það erlent orð sem oftast er spurt
um íslenska þýðingu á síðustu mánuði er
telefax. Hvað heitir „telefax" á íslensku?
Eins og vant er þegar nýjungar ber að
garði, sem almenningur kynnist undir
útlendu heiti, þykir sumum ástæðulaust
að reyna að finna íslenskt orð í staðinn.
Þannig hafa viðbrögð býsna margra
verið við erlenda orðinu telefax. Ekki
dregur það úr að þetta orð á heima á
bréfsefni fyrirtækja og stofnana sem
standa í viðskiptum við útlönd. En lík-
lega fer þó svo, eins og jafnan áður, að
þjóðin linni ekki látum fyrr en hún hefir
eignast a.m.k. eitt frambærilegt íslenskt
orð fyrir „telefax". Fyrirspurnir og til-
lögur að undanförnu benda til að sú spá
muni rætast.
Orðið telefax hefir áður verið gert að
umtalsefni í Málfregnum (1989:1, bls.
27, og 1989:2, bls. 29-30), en nú erorðið
tímabært að telja fram allar þýðingar
eða tillögur, sem íslenskri málstöð er
kunnugt um, og gefa lesendum kost á að
vega og meta. Sumt hefir áður birst á
prenti; annað hefir komið fram í sam-
tölum við þá sem til málstöðvar hafa leit-
að.
Með orðinu telefax er yfirleitt átt við
tvennt í grannmálum okkar, annars
vegar tæki sem notað er til að senda ljós-
rit símleiðis, hins vegar ljósritið sjálft.
Til skýringar má segja að „telefax“-tæki
sé eins konar símaljósritunarvél eða síma-
ljósriti og „telefax“-sending sé símaljós-
rit. Tækið, sem hér um ræðir, er þvílíkt
þarfaþing og hefir náð svo mikilli
útbreiðslu á skömmum tíma að ekki
verður undan því skotist að hugsa fyrir
íslensku heiti sem allir geta fellt sig við.
Erlenda orðið er skeytt saman úr
tvennu. Fyrri hlutinn, tele-, er grískrar
ættar og samsvarar að merkingu forliðn-
um fjar- í íslensku, en síðari hlutinn er
stytting úr latnesku samsetningunni
facsimile, sem merkir því sem næst ‘ná-
kvæm eftirlíking’; fac er boðháttur sagn-
arinnar facere ‘gera’, og simile er
hvorugkyn lýsingarorðsins similis ‘líkur,
svipaður’. Blendingsorðið telefax er
býsna hugvitsamlegur nýgervingur og vel
við hæfi í þeim málum sem gleypa í sig
grísk-latnesk tækni- og lærdómsorð. En í
íslensku verður þetta að sama skapi
hálfgerður óburður.
Um aðgerðina að senda símaljósrit er
nú farið að nota sögnina/axa hér á landi
eins og sums staðar erlendis. Komum að
henni síðar. En lítum fyrst yfir þær hug-
myndir sem fram hafa komið um íslensk
orð yfir „telefax".
myndskeyti. Tillaga Hólmfríðar Árna-
dóttur í símtali 15. mars 1988.
myndsenditæki. Þegar „telefax“-tæki
komu fyrst á markað hér voru þau aug-
lýst sem myndsenditœki í Símaskrá
1988. Það orð hefir verið notað í síma-
skránni síðan. En ljóst er að útlenda
orðið er enn tamt. í símaskrá síðustu
ára má víða sjá orðið telefax (bæði um
tækið og sendinguna). Auk þess er það
haft í samsetningum: telefaxnotandi,
telefaxnúmer o.s.frv. í Símaskrá 1990
má m.a.s. sjá telefaxtœki í auglýsingu,
18