Málfregnir - 01.07.1990, Síða 20
Bjarni Gunnarsson, Verkfræðistof-
unni Hniti (eða Hnitum?), hefireinnig
lagt til orðin símriti (um tækið) og sím-
rit (um sendinguna). Það var í símtali
16. mars 1990.
Ijósboði, Ijósrit. Hreggviður Jónsson
alþingismaður hefir í samtali 10. jan-
úar 1990 lagt til orðið Ijósboði (um
tækið) og Ijósrit (um það sem sent er).
- Jafnframt lagði Hreggviður til að
„telex“ yrði kallað ritboði, en það
hefir lengi heitið fjarriti á íslensku.
símapóstur. Hugmynd Guðbrands Gísla-
sonar, framkvæmdastjóra Kvikmynda-
sjóðs, í símtali 8. mars 1990.
símsendir, símsending. Örlygur Hálf-
danarson hefir lagt til orðið símsendir
um tækið og símsending um það sem
úr tækinu kemur. Sjá 531. þátt Gísla
Jónssonar í Morgunblaðinu 24. mars
1990.
myndsending, myndsími. Síðasta fram-
lag til þessarar umræðu, sem málstöð-
inni er kunnugt um á prenti, er frá
Ólafi Haukssyni, Reykjavík. Frá því
er skýrt í 535. þætti Gísla Jónssonar,
Mbl. 28. apríl 1990. Ólafur telur sím-
bréf „klaufalegt og óþjált“, því að
fleira sé „sent með telefaxi en bréf“.
Hann telur betra að tala um mynd-
sendi og myndsendingu, og númer
tækisins í símkerfinu mætti kalla mynd-
síma líkt og rætt er um síma og far-
síma þegar átt er við númerið. - Um-
sjónarmaður þáttarins bætir því við að
hann sé ósammála bréfritara og undr-
ist smekk(leysi) hans að telja símbréf
„klaufalegt og óþjált orð“.
ritsími, símsenda. Loks leggur Eiður
Guðnason alþingismaður til í símtali
14. júní 1990 að orðið ritsími verði
haft um „telefax“ þó að það hafi haft
aðra merkingu áður. Það sé réttnefni
um hið nýja tæki. Sögnin geti verið
símsenda.
Því má svo við þetta bæta að ríkissjón-
varpið hefir nú auglýst símann sinn á
skjánum kvöld eftir kvöld um nokkurt
skeið. Fyrst koma talsímanúmer og
síðan fax\
Hvað skal velja?
Þá hefir öllum hugmyndum og tillögum
verið til skila haldið sem íslenskri mál-
stöð er kunnugt um, og nú er komið að
lesendum að velja eða bæta um betur.
Eins og fyrr var á drepið er það
einkum þrennt sem íslensk orð vantar
um: tækið, sendingin og að senda með
tækinu. Fæstir þeirra sem lagt hafa orð í
belg hafa hugsað fyrir þessu öllu. Sumir
hafa eingöngu haft tækið í huga, aðrir
eingöngu það sem sent er. Sagnorðið
hefir helst orðið út undan, enda má segja
að síst sé þörf fyrir það. Sumar hug-
myndirnar eru þannig að hverjum manni
er í lófa lagið að mynda út frá þeim það
sem á vantar. Ef við hugsum okkur til
dæmis að tækið heiti myndriti liggur
nokkuð beint við að sendingin heiti
myndrit og sögnin myndrita. En þetta
rekur sig ekki alltaf jafn-fyrirhafnarlaust
og verður þó að hafa það í huga, bæði
við mat þeirra tillagna sem fram eru
komnar og nýrra hugmynda, ef fleiri
skyldu vilja spreyta sig.
í upphafi þessa máls var gefin sú skýr-
ing að umrætt tæki væri símaljósritunar-
vél eða símaljósriti og með því væru send
símaljósrit. Þessi orð voru einungis
notuð til útskýringar, en áttu ekki að
vera tillögur um nýyrði. Mörg nýyrði eru
þó einmitt af þessu tagi, og hér er vanda-
laust að bæta við sögninni símaljósrita.
Aðalgallinn á þessum útskýringarorðum
er sá að þau eru óþægilega löng. Þegar
samsett orð þykja of löng er oft farin sú
leið, vísvitandi eða ósjálfrátt, að fella
framan af þeim (flugvél verður vél) eða
skera innan úr þeim (sjávarútvegsmála-
ráðuneyti verður sjávarútvegsráðuneyti).
í því dæmi, sem hér um ræðir, mætti
reyna síðari leiðina, losa sig t.d. við orð-
20