Málfregnir - 01.07.1990, Síða 22

Málfregnir - 01.07.1990, Síða 22
bundinni merkingu, lieldur sé það alltaf einhvers konar mynd eins og hvert annað ljósrit. En þá er þess líka að gæta að orðið mynd á sér þrönga merkingu sem er býsna áleitin (og orðið rit raunar einnig). Því er óvíst að orðið myndrit sé svo hnitmiðað þegar öllu er á botninn hvolft. Orðin símabréf og bréf(a)sími hafa þó þann höfuðkost að skírskota til síma. Og þó að eitthvað megi að þeim finna eru þau hvorki „klaufaleg“ né „óþjál“ eins og einhver hélt fram. Fleiri tillögur eða hugmyndir verða ekki ræddar hér að sinni. Þess má geta að lokum að íslensk málstöð eignaðist nýlega tæki sem þar á bæ er aldrei kallað annað en bréfasími. Orðið hefir vanist vel. Með því er ekki sagt að aðrir eigi að nota það, né heldur að starfsfólkið þar geti ekki tamið sér annað heiti ef betra býðst. Sögninni símsenda hefir brugðið fyrir í málstöðinni og veldur ekki mis- skilningi. Sögnin bréfsíma væri svo sem hugsanleg, en varla er þörf fyrir hana. Málstöðin heldur áfram að taka við til- lögum og hugmyndum og reynir að fylgj- ast með því sem fram fer. Málið er enn í mótun. 22

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.