Málfregnir - 01.07.1990, Page 26

Málfregnir - 01.07.1990, Page 26
Ritfregnir eftir Baldur Jónsson íslensk orðsifjabók. Eftir Ásgeir Blön- dal Magnússon. Orðabók Háskólans. Reykjavík 1989. xli + 1231 bls. Þessarar bókar hefir lengi verið beðið. Hún er fyrsta orðsifjabókin sem samin er á íslensku. Eldri orðsifjabækur yfir íslenskt mál eru allar á þýsku, þar á meðal hið mikla rit Alexanders Jóhannes- sonar prófessors, lslandisches etymolo- gisches Wörterbuch. Það var gefið út í Bern og kom út í heftum á árunum 1951- 1956. Sú bók hefir fáum nýst nema fræðimönnum, og hefir mörgum verið ami að, því að hér hefir löngum legið í landi almennur áhugi á uppruna orða, skyldleika þeirra og venslum, þ.e. orðsifjum. Það var því ekki vonum fyrr að íslendingar eignuðust íslenska orð- sifjabók á sínu eigin máli. Höfundur þessarar nýju bókar, Ásgeir Blöndal Magnússon (1909-1987), var lærisveinn Alexanders Jóhannessonar (1888-1965). Ásgeir var lengst af sér- fræðingur og ritstjóri á Orðabók Háskól- ans og lauk ferli sínum þar sem forstöðu- maður 1978-1979. En líklega hefir hann orðið kunnastur fyrir útvarpsþætti sína um íslenskt mál. Hann fór snemma að velta fyrir sér orðsifjum, og þegar á leið ævi byrjaöi hann í tómstundum sínum að efna í þessa orðabók, en mest vann hann að henni eftir að embættisstörfum lauk og gat þá helgað sig henni óskiptur. Þegar hann féll frá sumarið 1987 var orðabókin tilbúin í handriti af hans hálfu, en samstarfsmenn hans á Orða- bók Háskólans gengu frá henni til prentunar. Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magn- ússonar er álíka mikil að vöxtum og verk lærimeistara hans. En ritin eru gerólík. Orðabók Ásgeirs ætti að vera mun aðgengilegri íslendingum, lærðum sem leikum, bæði vegna málsins og eins vegna þess að í bók Alexanders er efnið flokkað eftir indóevrópskum rótum, en í nýju bókinni er orðum raðað í stafrófs- röð. Að vísu hefði ég kosið að hafa staf- rófsröðina öðruvísi, þ.e. greina á milli a og á o.s.frv., eins og nú er loksins að verða venja, en það skiptir ekki öllu máli. í bókinni eru um 25000 flettiorð, gömul og ný, og fylgir flestum þeirra margvíslegur fróðleikur, t.d. um orð- flokk, merkingu, samsvarandi eða skyld orð í öðrum málum og skyld orð í ís- lensku. Stundum er rakinn ferill orða, einkum tökuorða, en minna er um endur- gerðar (frumnorrænar eða frumgerm- anskar) myndir innlendra flettiorða en ætla mætti. Ef orð er ekki kunnugt úr íslenskum fornritum, heldur úr yngri heimildum, er þess getið í svigum. Á eftir flettiorði stendur þá til dæmis „(17. öld)“. Það merkir að elsta heimild er frá 17. öld, en um yngsta dæmi er ekkert sagt. Ástæða er til að ætla að mörg orð í bókinni eigi sér mjög skamma sögu í íslensku, og um sum er beinlínis sagt að þau séu stakorð, þ.e. komi aðeins einu sinni fyrir. Orðaval þessarar bókar vekur athygli og einkennir hana öðru fremur. Höfund- ur hennar var fágætlega orðfróður og áhugasamur um sjaldgæf orð, sem höfðu litla útbreiðslu í tíma og rúmi. Sumt af því ræddi hann um í útvarpsþáttum sínum og hafði frá hlustendum. Bókin 26

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.