Málfregnir - 01.07.1990, Page 29

Málfregnir - 01.07.1990, Page 29
inngangur um margvíslegt rím og loks greinargerð urn notkun bókarinnar. Höfundurinn er dósent í íslenskri mál- fræði í Háskóla íslands. Inngangsorðum sínum lýkur hann á þessa Ieið (bls. 14): „Vonandi verður þessi bók til að auð- velda íslenskum rímurum að auka fjöl- breytni rímsins. Þar eru nefnilega ýmis úrræði til, ef vel er að gáð“. Undir þetta skal tekið, og því má bæta við að bæði málfræðingar og aörir geta líka haft gagn af bókinni þó að þeir ætli sér ekki að ríma neitt. Ensk-latncsk-íslcnsk og latnesk-íslensk- ensk dýra- og plöntuorðabók. Eftir Óskar Ingimarsson. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Reykjavík 1989. xiv + 448 bls. Þeir sem eitthvað hafa horft á náttúru- lífsmyndir í sjónvarpi undanfarin ár hafa hlotið að kynnast höfundi þessarar bókar. Hann hefir um margra ára skeið þýtt og flutt með miklum ágætum vanda- sama texta með ýmiss konar myndum af þessu tagi. Það er eins og þessi maður kunni nafn á hvaða kvikindi sem er. Auk þýðinga fyrir sjónvarp hefir hann þýtt eða annast útgáfu á mörgum náttúru- fræðibókum. Það mátti því vera lýðum ljóst að Óskar Ingimarsson hlaut að eiga mikinn sjóð orða um dýr og plöntur og heita á þeim. Og jafnframt mátti ljóst vera að hann hlaut sjálfur að vera höf- undur margra þeirra. Nú hefir það feng- ist staðfest í þessari nýju og myndarlegu orðabók. Að henni er hinn mesti fengur. í formála segir höfundur frá því hvernig orðasafnið varð til, upphaflega sem hjálpartæki við þýðingar. Um nafn- giftir segir hann (bls. viii): Ekki eru til neinar algildar reglur um það, hvernig gefa skuli dýrum (og þá einnig plöntum) nöfn. Þar koma vafalaust ýmis sjónarmið til greina. Ég tel nauðsynlegt að þeir sem fást við það hafi a.m.k. einhverja nasasjón af latínu, því flest vísindaheitin eru á því máli, þó sum þeirra séu komin úr grísku eða samblandi af grískum og latneskum orðum. Þessi nöfn gefa oft til kynna sérkenni tegundarinnar eða í hvers konar umhverfi hún lifir. Dæmi: flavus (gulur) og paluslrís (í mýrlendi). Slíkar nafngiftir eru þó ekki nærri alltaf gerlegar af ýmsum ástæðum. Einnig er hægt að þýða enska nafnið beint, enda er það oft þýðing á vísindaheitinu. í þriðja lagi má leita til gamalla íslenskra nafna eða hugtaka, m.a. úr goðafræði. Þá aðferð hafa raunar margir notað sem hafa gefið dýrum og plöntum nöfn, bæði fyrr og síðar. Margir þeirra voru mjög orðhagir og fundvísir á góð heiti, eins og glöggt kemur fram víða í orða- bókinni. Faðir minn, Ingimar Óskarsson, var afkastamikill við nafngiftir og bý ég enn að samvinnunni við hann um árabil. Loks mætti nefna að sum nöfnin eru fengin úr öðrum er- lendum málum en ensku, t.d. Norðurlanda- ntálum og þýsku. Dýra- og plöntuheitin í bókinni eru auð- vitað misgóð; það er ekki tiltökumál. Æskilegt hefði þó verið að hafa glöggan og smekkvísan málfræðing með í ráðum við orðmyndun og frágang orðmynda, en slíkir menn liggja ekki á lausu. Um einstök orð skal ekki fjölyrt hér. Þó langar mig til að vekja athygli á því að Epilobium latifolium er ýmist kölluð eyr- arrós á íslensku, eins og í þessari bók, eða eyrarós, sem ég hélt að væri upphaf- legra, þ.e. að kenna „rósina“ við eyrar fremur en eyri. Hvað segja lesendur um þetta? - Þá má bæta því við að ávöxtur sá sem á ensku nefnist avocado pear (Persea americana) heitir í bókinni „grænaldin, avókadó“. Eg hefi ég lært að kalla hann lárperu á íslensku en veit ekki hvaðan það ágæta orð er komið. Orðasafninu er skipt í fernt: ensk- latnesk-íslenska dýraorðabók (bls. 1- 166), ensk-latnesk-íslenska plöntuorða- bók (bls. 167-241), latnesk-íslensk- enska dýraorðabók (bls. 243-377) og latnesk-íslensk-enska plöntuorðabók (bls. 379-448). Eins og sjá má á þessu er dýraorðasafnið langmestur hluti verks- 29

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.