Málfregnir - 01.07.1990, Síða 30

Málfregnir - 01.07.1990, Síða 30
ins. Eflaust var skynsamlegt að greina sundur dýraorð og plöntuorð, en líklega hefði komið sér enn betur að hafa þá alla dýraorðabókina fyrst, bæði ensk-latnesk- íslenska og latnesk-íslensk-enska, og síðan plöntuorðabókina í tvennu lagi. Einhverjum kann að þykja bagalegt að hafa ekki aðgang að íslensku heitunum í stafrófsröð. Tvær nýjar Bílorðanefnd í nóvember 1989 var stofnuð í Reykja- vík Bílorðanefnd að frumkvæði Guðna Karlssonar í dómsmálaráðuneytinu. Hlut- verk hennar er að taka saman skrá yfir orð sem lúta að bifreiðum og búnaði þeirra, lagfæra það sem betur má fara og fylla í skörðin þar sem íslensk orð vantar. Nefndin er þannig skipuð: Guðni Karlsson, formaður Finnbogi Eyjólfsson Ingibergur Elíasson Jón Baldur Þorbjörnsson. Málfræðilegur ráðunautur nefndarinnar er Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. Samkvæmt bókarkápu eru í safninu ríflega 11700 flettiorð, 8350 úr dýrafræði og 3360 úr grasafræði. Fremst í bókinni er fimm blaðsíðna heimildaskrá auk for- mála. Bókin er tileinkuð Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi á aldarafmæli þess með þakklæti fyrir ómetanlega fræðslu. orðanefndír Orðanefnd jarðfræðinga Stjórn Jarðfræðafélags íslands ákvað á fundi í nóvember 1989 að setja á stofn orðanefnd innan félagsins. Nefndin heitir Orðanefnd Jarðfræðafélags íslands og er nýlega tekin til starfa. Hún er þannig skipuð: Jón Eiríksson, formaður Barði Þorkelsson Freysteinn Sigurðsson Haukur Jóhannesson Kristján Sæmundsson Leó Kristjánsson Sigurður Steinþórsson. 30

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.