Skírnir - 01.01.1941, Síða 8
6
Sigurður Nordal
Skírnir
ríkustu viðburðum né meiri háttar hryðjuverkum Sturl-
ungaaldar. Hann reyndist Gissuri ekki torsóttari en svo,
að engan heimamann hans þurfti að særa né vega til þess
að ná honum. Líflát þessa stórhöfðingja fer fram eins og
aftaka, sem að vísu er undirbúin með leynd og nægum liðs-
afla, ef til skyldi taka, en framkvæmd af óvöldum böðlum,
án þess nokkurri vörn sé reynt að koma við. Hér verður
hvorki brenna né bardagi. Þetta varnarleysi Snorra á
banadægri er tákn þess, að hann mundi ekki hafa látið
mikið til sín taka í stórdeilum Sturlungaaldar, þótt hann
hefði lifað nokkuru lengur. Frá því sjónarmiði skiptir víg
hans ekki miklu máli fyrir sögu landsins. Hann hefði
hvorki orðið Hákoni konungi Þrándur í götu í sókn hans
til yfirráða á íslandi né Gissuri að fótakefli. Hann hafði
aldrei verið að því skapi stórráður, meðan hann var á
léttasta skeiði, sem hann hafði mikil mannaforráð. Jarls-
nafnið, sem Skúli hertogi gaf honum 1239, hafði ekki orðið
honum nema glingur til gamans í einrúmi. Til jarlsvalda
þurfti meiri baráttu en honum gat til hugar komið að
heyja. Nú var Skúli líka fallinn, svo að Hákoni gat enginn
uggur staðið af sambandi þeirra Snorra, enda mundi kon-
ungi efalaust hafa verið ljúfara, að Snorri hefði verið
sendur utan á fund hans en tekinn af lífi. Hins vegar hefur
Gissur verið einráðinn í því, áður en hann kom að Reyk-
holti, að gefa Snorra engin grið, gera enga samninga við
hann. Ýmsar ástæður þessa verður að vísu gizkað á. Fjand-
skap Gissurar við Snorra má líklega rekja allt til vígs
Bjarnar Þorvaldssonar, bróður Gissurar, þar sem Snorri
hafði verið með í ráðum, þótt hylmað hefði svo yfir það
síðan, að ekkja Bjarnar hafði tekið saman við Snorra og
Gissur orðið tengdasonur hans um stundar sakir. Þá kem-
ur enn fleira til greina: heift Gissurar við hina háskalegu
Sturlungaætt eftir viðskipti þeirra Sturlu Sighvatssonar,
— ágirni til ríkis Snorra, — von um traustari vináttu kon-
ungs, ef hann ræki erindi hans sem skelegglegast. En eng-
um manni er nú fært að ráða allt það, sem búið hefur í
huga Gissurar, bak við yglibrún þessa hversdagsgæfa og