Skírnir - 01.01.1941, Síða 9
Skírnir
Snorri Sturluson
langrækna manns, er hann reið að Reykholti. Það eitt virð-
ist ljóst, að hann hefur ekki treyst sjálfum sér til hlítar
að láta sverfa til stáls, ef hann ætti tal við Snorra. Annars
mundi hann hafa skipað að leiða Snorra fyrir sig. Gissur
hefur óttazt, að menning og mildi hins göfuga Haukdæla-
kyns gæti orðið grimmilegum ásetningi hans yfirsterkari,
ef hann stæði augliti til auglitis við þennan aldna speking
og prúðmenni. Þeir Símon knútur og Árni beiskur voru
betri fulltrúar þeirra eðlisþátta hans, sem hann nú vildi
láta skera úr málunum, en sjálfur hann. Gissur hafði ekki
sparað sig til þess að bera vopn á Sturlu Sighvatsson hálf-
dauðan á Örlygsstöðum: „Hér skal ek at vinna“. En við
aftöku Snorra Sturlusonar hefur hann hryllt svo í aðra
röndina, að hann kaus helzt, að þeir „fyndist eigi“.
Og enn í dag, eftir sjö aldir, hryllir oss við þessu verki.
Ekki af því, að víg eins manns sé mikil tíðindi á Sturlunga-
öld, ekki af því, að svo hrottalega væri að farið, ekki af
því, að hofðingi var af lífi tekinn. En oss blöskrar að hugsa
um snillinginn í höndum heimskra rudda, mesta andans
afburðamann samtíðar sinnar murkaðan griðalausan eins
og sláturfé. Vér hugsum um, hvers virði það hefði verið
komandi kynslóðum, ef Snorra hefði fengið að endast aldur
og friður til þess að skrifa eina bók enn þá, eftir alla
reynslu hrakningsáranna 1236—1239, — hversu fánýt öll
valdastreita og metnaður þessarar aldar — og líka hans
sjálfs — er oss nú í samanburði við rit hans. „Man engi
nú Snorra Sturluson, ef þú fær grið“, sagði Kolbeinn grön
tólf árum síðar á Flugumýri við Árna beisk. En hvorki
Kolbein grön, Gissur Þorvaldsson né nokkurn samtíðar-
manna þeirra gat órað fyrir, hversu vel né hvers vegna
óbornar kynslóðir ættu eftir að muna Snorra Sturluson.
Jafnvel Sturla Þórðarson, sem hefur hlotið að kunna að
meta rit frænda síns flestum betur, skildi það ekki. Að
öðrum kosti hefði hann getið þeirra starfa Snorra meir og
verið fáorðari um sókn hans til auðs og metorða. Vér minn-
umst ekki þessarar ártíðar Snorra vegna þess, að hann var
höfðingi, auðmaður og bar mikil tignarnöfn. Vér látum