Skírnir - 01.01.1941, Page 10
8
SigurSur Nordal
Skírnir
hljótt um dánarafmæli Þorvalds Vatnsfirðings, Kolskeggs
auðga og meira að segja Gissurar jarls. Vér þykjumst ekki
þurfa að leita að mönnum, sem svipar til þeirra, langt aftur
í aldir. „Fátæka hafið þér allt af hjá yður“. En snillingar
eins og Snorri fæðast sjaldan hjá smárri þjóð og fá enn
sjaldnar að þroskast og njóta sín. Það er sálubót að láta
hugann hverfa til slíkra manna. Og þótt vér séum að
minnast hörmulegs atburðar, er vér rifjum upp víg Snorra
og atvikin að því, þurfum vér sem betur fer ekki að láta
þar staðar numið. Vér getum um leið glaðzt yfir því, að
snilli hans var ekki kyrkt í fæðingunni, að hann fekk að
alast upp í Odda, framast margvíslega, sitja lengi í Reyk-
holti 1 sæmd, allsnægtum og góðum friði, — að böðulsöx-
in var ekki reidd að höfði hans, fyrr en miklu æfistarfi
var lokið, og hún megnaði ekki að tortíma ritum hans né
orðstír, þótt hún firrti hann fjörvi. En framar öllu ættu
íslendingar að neyta þeirrar athygli, er slíkur merkidag-
ur vekur hjá þeim, til þess að spyrja sjálfa sig, hvers virði
sá arfur sé, sem Snorri hefur látið þeim eftir, og hvort
þeir hafi enn metið hann og ávaxtað til sæmilegrar hlítar.
II.
Snorri Sturluson hefur í 300 ár verið víðfrægastur allra
íslenzkra rithöfunda. Fyrsta fornrit vort, sem kom á prent,
var Heimskringla. Elzta útgáfan, frá 1594, var að vísu
ekki nema ágrip í danskri þýðingu, og var nafn höfundar
ekki nefnt. En 1633 kom önnur dönsk þýðing út, þar var
bókin í heilu líki og réttilega eignuð Snorra. Árið eftir að
fyrsta íslenzka fornritið var gefið út á frummálinu
— Gautreks saga og Hrólfs í Uppsölum 1664 — kom
Snorra-Edda út í Kaupmannahöfn á íslenzku með latneskri
þýðingu. Það var því hvorttveggja, að rit Snorra voru
snemma prentuð og vöktu þegar mikla athygli lærðra
manna, enda hefur þeim jafnan síðan verið vaxandi gaum-
ur gefinn, bæði af fræðimönnum og almenningi.
Snorri á tvímælalaust nokkuð af frægð sinni því upp að
inna, hver viðfangsefni hann valdi sér. Edda hans var um