Skírnir - 01.01.1941, Síða 11
Skírnir
Snorri Sturluson
9
margar aldir handbók íslenzkra skálda, löngu áður en hún
birtist á prenti. Hún varð síðar leiðarvísir allra þeirra
manna, sem fengust við skýringar fornra kvæða, og enn
er þeim gagnsamlegt að leita til hennar. Enn fremur varð
hún meginheimild um goðafræði Norðurlandabúa og allra
germanskra þjóða. Nú líta menn reyndar öðruvísi á gildi
sumra þeirra frásagna hennar en gert var til skamms
tíma. Samt er hún jafnan ómissandi öllum goðafræðing-
um, og hugmyndir almennings um fornan átrúnað eru enn
að mestu frá henni runnar, af því að þar er svo skemmti-
lega frá sagt. Edda ein mundi nægja til þess að gera nafn
Snorra víðkunnugt og ódauðlegt. Samt mun mörgum þykja
enn meira til sagnarita hans koma, og er það þó kynlegt,
að Heimskringla hefur verið frægari erlendis en á Islandi.
Þess vegna er sérstök ástæða til þess að víkja að henni.
Það er athyglisvert, að þegar á 16. öld, áður en lærðir
menn erlendis voru farnir að gefa íslenzkum fornritum
nokkurn gaum og fá þau send utan, voru öll helztu hand-
ritin af Heimskringlu, sem nú er vitað um, í Noregi.
Jöfraskinna er skrifuð af Norðmanni, Frísbók er talið, að
sé skrifuð af Islendingi, en fyrir Norðmann, og Kringla,
sem er alíslenzkt handrit, var komin til Noregs fyrir 1550.
Handrit þessi hafa verið í eigu norskra höfðingja, sem
hafa sótzt eftir því að kynnast slíkum frásögnum um forn-
sögu þjóðar sinnar og gátu lesið þær á frummálinu, þótt
norskt ritmál væri þá orðið mjög blandið og bjagað. Und-
ir eins og danska var orðin ritmál Norðmanna, var farið
að gera ágrip af Heimskringlu á því máli og síðan þýða
hana alla, eins og áður var getið.
Margar þjóðir eiga föng að sækja í Heimskringlu. Forn-
saga Svía mundi vera stórum fátæklegri og svipminni, ef
þeir nytu ekki við Ynglingatals Þjóðólfs ins hvinverska,
sem Snorri hefur borgið frá gleymsku, Ynglinga sögu,
frásagnanna um Þorgný lögmann og Emund af Skörum
o. s. frv., enda hafa Svíar gefið Heimskringlu þrisvar út
á frummálinu, auk þýðinga, og urðu fyrstir til þess (út-
gáfa Peringskiölds, 1697). Snorri kemur enn víðar við,.