Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 12
10
Sigurður Nordal
Skírnir
víkur talsvert að sögu Dana, Garðaríkis, Vinda og Saxa,
Bretlandseyja og Færeyja. Og hvar sem hann snertir á
söguefni og hvort sem meira eða minna hefur um það ver-
ið ritað fyrir og eftir hans dag, verður frásögn hans minn-
isstæð.
En eins og að líkindum lætur hafa þessar sögur Noregs-
konunga náð rótgrónustum vinsældum með Norðmönn-
um. Heimskringla varð þegar í þýðingu Peder Claussöns
(pr. 1633) önnur biblía Norðmanna, aflvaki í norsku þjóð-
lífi. Hún rifjaði upp fyrir þeim forna frægð, brýndi metn-
að þeirra, hvatti þá til endurreisnar og framsóknar. Svo
hefur verið að orði kveðið, að áhrifamesti forustumaður
norsku þjóðarinnar, er hún heimti fullt sjálfstæði sitt af
Svíum 1905, hafi ekki verið Christian Michelsen, — slík-
ur skörungur sem hann reyndist í því máli, — heldur
Snorri Sturluson. Sama mætti efalaust og með enn meira
sanni segja um hinar djarflegu aðgerðir Norðmanna 1814.
Og mér skyldi ekki koma á óvart, þótt síðar yrði sagt, að
örðugasti landvarnarmaðurinn, sem hersveitir Adolfs Hitl-
ers hefðu fyrir hitt í Noregi 1940, landvarnarmaðurinn,
sem engin járn bitu, hvorki var unnt að hrekja úr landi
né setja í fangabúðir, hefði enn verið höfundur Heims-
kringlu.
„Þjóð, sem á sér sögu, getur ekki dáið“, sagði Ernst
Sars. En tvennt þarf til þess, að sagan verði svo máttug:
að atburðirnir hafi verið færðir í letur og vel frá þeim
sagt — og þjóðin þekki þær frásagnir. Saga er, eins og
allir vita, tvírætt orð: merkir bæði það, sem gerzt hefur,
og frásöguna um það. Gleymdir atburðir verða engin saga
fyrir komandi kynslóðir, illa sögð saga getur orðið dauð
heilafylli, þótt efnið sé gott, og þjóðarsaga, sem þjóðin
þekkir ekki, er vitanlega vaxtalaus sjóður. Um Heims-
kringlu og Norðmenn má segja, að Snorri hefur borið
fornsögu þeirra á borð fyrir þá sem lostætan rétt og dýr-
lega kryddaðan, en þeir kunnað vel að þiggja. Að vísu eru
fæstir þeirra þess um komnir að lesa hana á frummálinu,
og getur hver íslendingur gert sér í hugarlund, hvers þeir