Skírnir - 01.01.1941, Side 13
Skírnii-
Snorri Sturluson
11
hafa þar farið á mis. En þýðingarnar, eldri og yngri, hafa
þeir lesið, almennt og af mikilli alúð. Sumt hafa þeir eign-
azt endurborið í verkum höfuðskálda sinna frá 19. öld og
myndum beztu listamanna sinna. Heimskringla er svo snar
þáttur af Norðmönnum, að fáar þjóðir eiga slíka gersemi
í einni bók.
III.
Það mætti nú ætla, að samlöndum Snorra Sturlusonar
væri það óblandið fagnaðarefni, að önnur þjóð skuli hafa
tekið slíku ástfóstri við rit hans og haldið hróðri hans svo
á loft. En á þetta- ber samt undarlegan skugga.
Eg kvað rétt áðan svo að orði, að Norðmenn ættu mikla
gersemi, þar sem Heimskringla væri. Það var ekki í neinu
ógáti sagt. Eign getur verið með ýmsum hætti. Maður get-
ur eignazt bók, sem hann les, í innilegasta sltilningi, þótt
hann hafi fengið hana að láni af bókasafni og skilað henni,
hafi hvorki keypt hana né þegið að gjöf, hvað þá samið
hana. En um Heimskringlu er því svo háttað, að hún hef-
ur um langan aldur verið svo samgróin norsku þjóðlífi, að
öllum þorra Norðmanna og jafnvel þeim menntamönnum
þar í landi, sem eru ekki sérfræðingar í norrænum forn-
menntum, kemur sjaldan annað til hugar en hún sé
norskt rit, þó að þeir viti, að höfundur hennar hafi átt
heima á Islandi. Vér íslendingar höfum vitanlega stór-
hneykslazt á þessu, hvenær sem vér höfum orðið þess var-
ir, og lítum á það sem freka ásælni eða annað verra. Oft-
ast er þetta að vísu í græskuleysi gert, af einfeldni og van-
þekkingu. En samt heíur það líka brunnið við, að ágætir
norskir fræðimenn hafa gefið þessari skoðun undir fót-
inn, einkum um miðja 19. öld, ,meðan Norðmönnum var
ekki vaxinn svo fiskur um hrygg sem síðar varð og þeir
þóttust í baráttu sinni fyrir jafnrétti við hinar Norður-
landaþjóðirnar, eftir langt niðurlægingarskeið, þurfa allra
sinna muna með — og helzt nokkurs af annarra munum
líka.
Því fer fjarri, að eg vilji afsaka þetta, einkum er það