Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 15
Skírnir
Snorri Sturluson
13
Ólafs sögu helga og ýmsar gerðir konunga sagna, þar sem
texti Heimskringlu var geymdur, en blandinn íaukum og
viðbótum. En Heimskringla galt þess hér á landi bæði þá
og síðar, að hún f jallaði lítt um íslenzka viðburði og miklu
meir um erlenda menn en íslendinga, þótt þeir komi víða
við sögu. Hún stóð oss að þessu leyti fjær en frásagnir um
forfeður vora, sem gerast í vorum eigin heimahögum.
Þetta má meðal annars marka af því, að hún hefur aldrei
komizt á prent í heilu lagi hér á íslandi. Það var byrjað að
prenta hana í Leirárgörðum 1804, á vegum íslands konung-
legu Uppfræðingar Stiftunar, en hætt í miðju kafi, líklega
vegna daufrar sölu. í annað sinn var fitjað upp á útgáfu
hennar, án þess hún væri þó kennd við Snorra, voru tvö
bindi prentuð, 1892—93, og enn var gefizt upp, ef til vill
sumpart vegna þess, að síra Eggert Ó. Brím, sem bjó
hana til prentunar, féll þá frá, en líklega engu síður af
hinu, að alþýðuútgáfa Islendinga sagna, sem Sigurður
Kristjánsson hóf um sama leyti, náði miklu meiri vin-
sældum og sölu. Nú hefur verið hafizt handa í þriðja
sinn, af Hinu íslenzka fornritafélagi með höfðinglegum til-
styrk Alþingis, og er vonandi, að sú útgáfa verði til lykta
leidd. En mundi ekki Norðmaður, sem þekkti þessa tregðu
íslendinga að þiggja Heimskringlu til lestrar, geta hælzt
um og sagt eitthvað á þessa leið: Þarna sjáið þér, frændur
góðir. Heimskringla er alþýðubók í Noregi, þótt vér séum
annars miklu minni bókabéusar en orð er á gert um yður.
Það erum vér, sem haft höfum hitann úr henni, lagt ást
við hana öllum þjóðum framar, en þér hafið sýnt henni fá-
læti. Ber þetta ekki því vitni, að hún sé blóð af voru blóði,
styrkir það ekki mál vort, að hún sé norsk að eðli og upp-
runa, hvað sem heimili höfundarins líður?
IV.
Þetta mál er hér ekki rifjað upp til þess að troða illsakir
við Norðmenn. Fátt gæti verið mér fjær, slíkan hug sem
eg lengi hef borið til þeirra af nánum vinakynnum og samt
aldrei unnað þeim betur né dáðst meir að þeim en á þessum