Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 16
14
Sigurður Nordal
Skírnir
síðustu og verstu tímum. Vér íslendingar erum að auðugri
fyrir allt það, sem vér höfum goldið þeim eða gefið í forn-
ritum vorum, og hljótum að óska þess, að það verði þeim
enn sem drýgst til nýrrar endurreisnar og frama. Með rétt-
ari þekkingu mun allur sá skuggi af misskilningi, sem legið
hefur á vináttu þessara tveggja frændþjóða, hverfa smám
saman. Það, sem eg á eftir ósagt um þetta efni, verður
miðað við íslendinga fremur en Norðmenn, sagt oss til
áminningar og íhugunar fremur en þeim. Sé hér um sök
að ræða, er hún vor engu síður en þeirra. Þurfi hér að deila
á vanskilning, er hann íslenzkur engu síður en norskur.
Það eru óræk sannindi, að vér Islendingar höfum ekki
lagt þá alúð við konunga sögur Snorra, sem eðlilegt hefði
verið og æskilegt. Ástæðurnar til þess eigum vér að kryfja
til mergjar. Og það vill svo til, að einmitt á síðustu ára-
tugum hefur margt komið í Ijós, sem á að geta breytt þessu,
fært Snorra Sturluson og rit hans nær hans eigin þjóð.
Það er þetta, sem hér skal reynt að gera grein fyrir í
meginatriðum. En að þeirri greinargerð þarf að draga
langa nót, og svo mun virðast sem hér verði ekki farið eins
skamma leið og beina að takmarkinu og rétt væri í stuttri
ritgerð. Það vona eg verði afsakað, ef eg kemst í settan
áfangastað að leiðarlokum. Hitt mun miklu síður verða
fyrirgefið, að eg tala hér of mikið um efnið frá mínu sjón-
armiði, segi frá viðureign minni við það. Á því er skylt
að biðja velvirðingar, áður en lengra er haldið.
Það eru nú í haust 34 ár síðan eg valdi mér Snorra
Sturluson og rit hans að sérstöku viðfangsefni. Mér er
óhætt að segja, að eg hafi aldrei síðan sleppt huganum al-
veg af því, þótt eg hafi fengizt við margt, sem því virtist
fjarskylt. Eg ætla að fara hér að eins og maður, sem skrif-
ar ferðasögu. Hann er í raun og veru að lýsa landi og lýð,
sem hann hefur kynnzt á ferðalaginu. Það virðist koma því
máli lítið við, hvar hann hefur gist og hvernig hann hefur
hagað ferðum sínum, hvort hann hefur villzt, fengið gott
veður eða slæmt o. s. frv. En hann þykist þess ekki um
kominn að gera heildarlýsingu af landi og þjóð, og það