Skírnir - 01.01.1941, Page 17
Skírnir
Snorri Sturluson
15
getur oft orðið meira lífsmark á lýsingunni, þegar sagt er
frá því, hvernig hann kynnist hvorutveggja smám saman,
stig af stigi. Mér þykir t. d. miklu fróðlegra og fýsilegra að
lesa Ferðabók Þorvalds Thoroddsens um ísland en íslands
lýsingu hans. Nokkurir áfangar úr kynningu minni af
Snorra geta líka brugðið ljósi á afstöðu íslendinga gagn-
vart honum fyrr og síðar, því að eg lagði upp með ýmiss
konar fáfræði og hleypidóma, sem eg var ekki einn um.
Þá geri eg ráð fyrir, að flestir þeir menn hér á landi,
sem nokkuð hafa reynt að kynnast Snorra og ritum hans
að marki, þekki bók mína um hann og hún hafi haft ein-
hver áhrif á skoðanir þeirra. Þessi bók er nú rúmlega tutt-
ugu ára gömul. Hún er fyrir löngu orðin mér svo fjarlæg,
að eg þykist geta dæmt hlutlaust um hana. Það var fyrir
nokkurum árum ætlun mín að gefa út á þessu hausti nýja
bók um Snorra Sturluson, sem hefði orðið mjög ólík eldri
bókinni. Úr því varð ekki, og eg rek enga drauma til þess,
hvað síðar kann að verða. En því meiri ástæðu hef eg til
þess að setja mér við þetta tækifæri eins konar opinberar
skriftir fyrir það, sem eg nú sé, að bókinni frá 1920 er
sérstaklega ábóta vant.
V.
Þegar eg kaus mér Snorra og rit hans að sérsviði til
prófs í norrænum fræðum, vissi eg mjög ógjörla, að hverju
eg gekk. Edda var mér að vísu kunn frá því eg var smá-
barn, því að Gylfaginning og sögurnar í Skáldskaparmál-
um voru eitthvað það fyrsta, sem eg las og þaullas, eftir
að eg lærði að stauta. En Heimskringlu hafði eg ekki átt
kost á að kynnast fyrr en eg var kominn í skóla, — vissi
ekki um neitt eintak neinnar útgáfu hennar á æskustöðv-
um mínum fyrir norðan, — þekkti hana ekki nema af laus-
legum lestri. Því fór fjarri, að eg hefði eins miklar mætur
á henni og sumum íslendinga sögum, sem eg hafði alizt
upp við, og þaðan af síður kom mér til hugar, að Snorri og
rit hans yrði mér efni í sjálfstæðar rannsóknir. Eg vissi,
að mjög mikið hafði verið ritað um þetta allt saman af