Skírnir - 01.01.1941, Síða 18
16
Sigurður Nordal
Skírnir
mönnum eins og Konrad Maurer, Gustav Storm, Finni
Jónssyni og mörgum öðrum skörungum í fornum fræðum,
taldi það höfuðkost á viðfangsefninu fyrir byrjanda, að
þar væru allar undirstöðurannsóknir, sem gera þurfti, þeg-
ar af hendi leystar. Af þeim ætlaði eg að læra aðferðir, sem
eg síðan gæti beitt við önnur ókannaðri efni. Það eina, sem
mig langaði til þess að leggja til málanna, voru nánari at-
huganir á list Snorra, bókmenntagildi rita hans og annarra
íslenzkra fornrita, sem mig grunaði, að of lítill gaumur
hefði verið gefinn.
Fyrsta verk mitt, eftir að eg hafði tekið þessa ákvörðun.
var að fara heim til aðalkennara míns, Finns Jónssonar,
skýra honum frá fyrirætlun minni og spyrja hann ráða,
hvernig bezt væri að byrja á því að kynna mér viðfangs-
efnið. Eg fekk þar að vanda greið svör. Finnur sagði meðal
annars: „Nú skuluð þér byrja á því að bera saman frá-
söguna um skipti Ólafs helga og Orkneyja jarla við sam-
svarandi kafla í Orkneyinga sögu. Þá fáið þér hugmynd
um, hvernig Snorri hefur unnið“.
Eg fór heim, erindi feginn, náði mér í Orkneyinga sögu,
sem eg hafði aldrei séð áður, og fór að bera saman. Mér
brá heldur en ekki í brún. Það var ekki nema lítilfjörlegur
orðamunur á frásögn Snorra og kaflanum í Orkneyinga
sögu. Voru þetta vinnubrögð Snorra Sturlusonar? Hafði
hann blátt áfram látið skrifara sinn taka upp óbreytta
kafla úr eldri bókum, var Heimskringla ekki annað en úr-
val af því, sem þegar var ritað, að vísu smekklega gert, en
algerlega ófrumlegt?
Um framhald grúsks míns skal eg vera fáorður. Eg las
smám saman allar heimildir Snorra, sem til voru, og rit-
gerðir seinni tíma manna um þetta efni. Um margt voru
skoðanir skiptar. Sambandið milli Heimskringlu og heim-
ilda Snorra virtist vera með ýmsum hætti: sums staðar
hafði hann tekið smákafla úr eldri ritum lítt breytta, og
þeir gátu jafnvel stungið í stúf við venjulegan stíl hans
og frásagnarhátt, — víðar hafði hann gjörbreytt þessum
eldri heimildum, bæði að efni og meðferð, — og víða voru