Skírnir - 01.01.1941, Page 19
Skírnir
Snorri Sturluson
17
engar eldri heimildir til samanburðar, annaðhvort af því
að þær voru glataðar eða hann hafði frumritað langa kafla
eftir munnlegum frásögum. En hvað um bálkinn úr Orkn-
eyinga sögu? Mér fannst hann annars vegar ólíkur öðrum
hlutum þeirrar sögu, hins vegar furðu svipaður beztu
sprettunum í Heimskringlu. Loks veitti eg því athygli, að
einmitt þarna kom fyrir í Orkneyinga sögu atriði (hefnd
Einars jarls rangmunns á Eyvindi úrarhorni), sem var þar
óskýrt og óskiljanlegt, nema haft væri í huga það, sem frá
var sagt í Heimskringlu, en hvergi drepið á í Orkneyinga
sögu. Nú varð allt ljóst. Því fór svo f jarri, að Snorri hefði
tekið kaflann óbreyttan úr Orkneyinga sögu, að þarna
hafði kafli úr Heimskringlu verið tekinn upp í söguna, í
þau handrit, sem nú voru til, en samsvarandi eldri kafl-
inn, sem Snorri hafði haft fyrir sér, var glataður með öllu.
Þessi fyrsta sjálfstæða athugun mín um heimildir
Snorra hafði margvíslegar afleiðingar. Hún svipti mig
allri barnatrú minni á öruggar niðurstöður eldri fræði-
manna. Hún neyddi mig til þess að kanna allt samband
Heimskringlu og eldri rita frá rótum. Hún varð til þess,
að eg tók Orkneyinga sögu til sérstakrar meðferðar og
gerði nýja útgáfu af henni. Eg leiddist út í ýmiss konar
rannsóknir hinna eldri konunga sagna og sambands þeirra
sín á milli. Um leið og eg skildi, að Snorri hafði enn ekki
verið látinn njóta fulls sannmælis, að hlutur hans í Heims-
kringlu var meiri og merkilegri en menn höfðu gert sér
ljóst, lenti eg úti í alls konar athugunum, sem komu honum
ekki beinlínis við. í bók minni um Ólafs sögu helga voru
aðeins tveir kaflar, sem fjölluðu beinlínis um Ólafs sögu
Snorra. Annar þeirra varpaði að vísu nýju ljósi á rithöf-
undarferil hans, því að mér tókst að færa fullar sönnur á,
að hann hefði fyrst samið Ólafssöguna sem sjálfstætt rit
og síðan prjónað fyrsta og síðasta þriðjung Heimskringlu
framan og aftan við hana. En eg var sannast að segja í
þessari þurru heimildarannsókn kominn mjög litlu nær því
takmarki, sem upprunalega hafði vakað fyrir mér: að at-
2