Skírnir - 01.01.1941, Page 21
Skírnir
Snorri Sturluson
19
engu síður hjá erlendum sérfræðingum en almenningi hér
á fslandi.
Önnur er um aldur eða ritunartíma fslendinga sagna:
að margar þeirra og einkum þær, sem bezt eru gerðar, séu
færðar í letur um 1200, og þó fremur rétt fyrir en rétt eftir
þau aldamót. Hin er um upptök eða myndun þessara sagna:
að þær hafi að mestu leyti verið alskapaðar í munnlegum
frásögnum, sem geymzt hafi lítt breyttar frá kynslóð til
kynslóðar, oft frá því þær gerðust í raun og veru. Það sé
því ekki rétt að tala um höfunda þessara sagna, þeir hafi
verið skrifarar, sem skrásettu það, sem fyrir þeim var þul-
ið, nákvæmlega og samvizkusamlega, enda hafi þeir ekki
talið rétt að láta nafna sinna getið. Þeir hafi hokrað við
þetta hver í sínu horni, lítið lært hver af öðrum, þaðan af
síður af annars konar bókum, hafi ekki þurft þess, þar sem
efnið var lagt upp í hendur þeim.
í einum þætti bókar minnar um Snorra gerði eg tilraun
til þess að draga upp meginlínur í þróun íslenzkrar
sagnaritunar frá ritum Ara til skáldsagna 14. aldar. En
eg fór þar eins lítið út í aldur og þroskastig íslendinga
sagna og unnt var, taldi mér skylt að fara varlega, af því
að undirstaðan var ótraust. Ágætir fræðimenn höfðu að
vísu brotið nokkur skörð í þann múr af misskilningi, sem
girt hafði um þessar sögur og gert þær að eins konar stöðu-
polli, þar sem engin hreifing né gróandi hefði átt sér stað.
Árni Magnússon hafði verið þar furðu langt á undan sín-
um tíma, hrópandans rödd í eyðimörkinni, sem enginn
gaumur var gefinn. Þá má nefna Konrad Maurer, sem með
ritgerð sinni um Hænsa-Þóris sögu hefði markað tímamót
í rannsókn Islendinga sagna, ef menn hefðu skilið, hverjar
ályktanir átti að draga af henni. Guðbrandur Vigfússon
hafði líka um skeið verið þarna á réttri braut, en horfið
af henni aftur. En einkanlega hafði Björn Magnússon Ól-
sen tekið djarflega á málinu með ritgerðum sínum um
Landnámu og Islendinga sögur, Gunnlaugs sögu og Sturl-
unguformálann. Samt var þetta allt í molum. Björn M.
Ólsen þorði t. d. ekki að taka fyrir þá skoðun Finns Jóns-
2*