Skírnir - 01.01.1941, Síða 22
20
Sigurður Nordal
Skírnir
sonar, að Egils saga væri samin á fyrsta áratug 13. aldar.
Háskólafyrirlestrar hans um Islendinga sögur lágu illu
heilli óprentaðir og voru mér með öllu ókunnir þangað til
vorið 1935. En þrátt fyrir þá varúð, sem eg gætti í um-
mælum mínum um þessar sögur í áður nefndu yfirliti, og
þótt eg færi þar miklu skemmra en eg síðar hef séð, að rétt-
mætt væri, sætti eg ámæli ýmissa erlendra fræðimanna fyr-
ir að nefna bókmenntalega þróun í sambandi við þær. Slíkt
gæti átt við um konunga sögur, en Islendinga sögur væru
heimur út af fyrir sig og ekki undir neinu því lögmáli, sem
annars gilti um samningu bóka.
Nú, eftir rúm 20 ár, sem síðan eru liðin og eg hef fengizt
meir og meir við könnun íslendinga sagna, bæði einstakra
sagna og undirstöðu þeirra og ferils yfirleitt, horfir þetta
mál allt öðru vísi við. Það skiptir ekki miklu, þótt gamlir
hleypidómar lifi enn góðu lífi og færist jafnvel í aukana í
fjörbrotunum. Um hitt er meira vert, að fríður hópur
ungra fræðimanna hefur lagt hönd á plóginn, einkum í
sambandi við hina nýju fornritaútgáfu, hver sagan er
rannsökuð af annarri, og allt stefnir í sömu áttina. En af
niðurstöðum þessara rannsókna skal eg hér aðeins minnast
þeirra, sem horfa til nýs mats og skilnings á Snorra Sturlu-
syni og ritum hans, og þá fyrst skoðananna á aldri Islend-
inga sagna.
Því fer svo fjarri, að flestar allar íslendinga sögur hafi
verið skrásettar fyrir og um 1200, og meðal þeirra þær
beztu og fullkomnustu, að fáar einar geta verið eldri en
1220, og þær sögur eru mjög frumstæðar að list og sam-
setningu, þótt næsta merkilegar séu á margan hátt. Og þess-
ar sögur mundu vera enn frumstæðari, ef þær væru varð-
veittar í upphaflegri mynd. En sumar þeirra, sem eru svo
gamlar að stofni til, hafa bersýnilega verið talsvert slíp-
aðar í yngri eftirritum.
Hvað kemur þetta Snorra Sturlusyni við? Til þess að
gera sér það ljóst, þarf ekki annað en líta á rit Gustavs
Storms um sagnaritun Snorra og bókmenntasögu Finns
Jónssonar. Storm segir, að þegar á æskuárum Snorra og ef