Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 23
Skírnir
Snorri Sturluson
21
til vill fyrr hafi íslendinga sögur verið ritaðar vestan
lands, norðan og austan. Snorri hafi að minnsta kosti
þekkt nokkurar þessara sagna og þær hafi haft áhrif á stíl
hans og framsetningu. Meðal þeirra telur Storm Egils
sögu, og verður því ekki neitað, að hún hefði getað orðið
Snorra drjúg fyrirmynd. Annars er Storm varkár í stað-
hæfingum sínum um aldur fslendinga sagna. Finnur Jóns-
son er miklu skorinorðari. Hann lítur svo á, að allur þorri
íslendinga sagna sé ekki einungis eldri en Heimskringla
Snorra, heldur hafi ritun þeirra verið komin á góðan rek-
spöl áður en þeir Karl Jónsson og Oddur Snorrason sömdu
sínar bækur (Sverris sögu, sem byrjað var að rita fyrir
1190, og Ólafs sögu Tryggvasonar, sem er samin fyrir
1200). íslendinga sögur hafi rutt brautina fyrir ritun kon-
unga sagna með verulegu sögusniði (Litt. hist. II, 408).
Það var fyrir áhrif frá þessum og þvílíkum skoðunum,
sem mig brast kjark sjálfstæðrar þekkingar til þess að
vísa algerlega á bug, — að eg lét mér þau orð um munn
fara í bók minni um Snorra, að hann hefði ekki verið
brautryðjandi, heldur arfþegi og fullkomnandi, og leiddi
alveg hjá mér að gera grein fyrir því, sem yngri sagna-
ritarar hefðu átt honum upp að inna. Nú er það að vísu
satt, að þegar Snorri hóf ritun konunga sagna sinna með
Ólafs sögu helga (að líkindum um 1225), hafði sú sagna-
ritun átt sér langan og merkilegan feril. Það má telja, að
íslendingar hefji að semja konunga sögur eigi síðar en um
1170 (yngra getur Hryggjarstykki Eiríks Oddssonar varla
verið). Hér var því mikið búið í hendur Snorra, bæði af
efni og meðferð þess. Þótt hin eldri sögurit væru mis-
jöfn að gæðum, Snorri yrði að gera róttækar breytingar,
er hann studdist við sum þeirra, voru meðal þeirra ágætis-
rit, framar öllum sögur þær, sem kenndar eru við Morkin-
skinnu (og reyndar verður ekki fullyrt nema hafi síðar
verið endurbættar að einhverju leyti). Og hann hlaut að
geta lært mikið af jafnstórbrotnu riti og Sverris sögu, þótt
hún væri ekki meðal heimilda hans. Eftir daga Snorra
verður ekki talað um neina framför í ritun konunga sagna.