Skírnir - 01.01.1941, Side 24
22
Sigurður Nordal
Skírnir
Heimskringlu ber hæst. Síðasta sjálfstæða ritið er Magn-
úss saga lagabætis eftir Sturlu Þórðarson, sem lokið er rétt
eftir 1280. Það er einkennilegt, hversu litlu skakkar, að
jafnlangt líði frá Hryggjarstykki, upphafinu, til Ólafs sögu
helga, hámarksins, og þaðan til Magnúss sögu, lokanna.
Gerum nú ráð fyrir, að elztu Islendinga sögur, Heiðar-
víga saga og Fóstbræðra saga, séu samdar milli 1200 og
1210, en þær yngstu um miðja 14. öld. Þær eiga sér þá
nokkuru lengra feril en konunga-sögurnar og ná enn fjöl-
breyttara þroska. Öll þessi 140—150 ár er verið að fást
við þær, skrifa nýjar sögur og þætti eða endursemja og
laga þær eldri, bæta þær eða spilla þeim, eftir því sem
smekkurinn breyttist. Með þessu móti myndast sögur af
margvíslegu tagi: sumar frumstæðar og sviplíkar alþýðleg-
um sögusögnum, — vel saman settar sögur í fornfræðileg-
um og sagnfræðilegum anda, — skáldsögur, sem eru full-
komin listaverk, ýmist alíslenzkar að efni og blæ eða með
svip af erlendum, rómantískum skáldritum, — sögur með
innlendu þjóðsagnaefni, tröllasögur, reyfarasögur og ýkju-
sögur, sem draga dám af fornaldarsögum og riddarasög-
um, — endursamdar sögur, þar sem eldra efni og stíll og
yngri viðbætur og breytingar blandast saman eins og jarð-
lög frá tvennum tímum. Það má þreifa á því, hversu næmar
þessar sögur eru á alls konar áhrif, hver frá annarri, frá
öðrum sagnaflokkum, yfirleitt öllu, sem er að gerast í land-
inu og þjóðin kynnist. Nú vitum vér, að það er byrjað að
rita þær einum 30—40 árum síðar en konunga sögur. Sum-
ar elztu Islendinga sögur — og vitanlega ekki síður þætt-
irnir um Islendinga erlendis — eru ritaðar í nánu sam-
bandi við konunga sögur: Fóstbræðra saga og Bjarnar
saga Hítdælakappa við Ólafs sögu helga, Hallfreðar saga
við Ólafs sögu Tryggvasonar. Það má því algerlega snúa
við þeirri skoðun Finns Jónssonar, sem áður var getið:
höfundar hinna eldri rita um Noregskonunga hafa ekkert
lært af Islendinga sögum, af því að þær voru þá engar til,
en íslendinga sögur hefjast með hliðsjón af konunga sög-