Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 25
Skírnir
Snorri Sturluson
23
um og eiga þær að bakhjalli fyrir þroska sinn um langan
aldur.
VII.
Eftir þetta afhvarf til íslendinga sagna, sem varð ekki
komizt hjá, víkur nú sögunni aftur beint að Snorra Sturlu-
syni. Vér getum ekki efazt um, að þau 30 ár, sem hann átti
heima í Reykholti og fekk að sitja þar í góðum friði, 1206
—1236, hefur þar verið mikið menntasetur. Einkum hlaut
þann stað að bera hátt á seinna hluta þessa tímabils, eftir
að Snorri kom heim úr utanför sinni árið 1220, með nýja
þekkingu, reynslu og frama, Oddastaður hafði enn sett of-
an við andlát Sæmundar Jónssonar, en Snorri tvöfaldað
auð sinn með helmingafélaginu við Hallveigu Ormsdóttur
árið eftir (1223). Þar fór fleira saman til þess að efla eitt
býli til andlegs höfuðstaðar en áður höfðu verið dæmi til á
Islandi. Eignir Snorra og völd voru að vísu ekki nema
skilyrði til slíks. En þegar þess er gætt, að hann átti ríki
um allan Borgarfjörð, ítök í mannaforráðum í Húnaþingi,
um skeið í Breiðafirði (Snorrungagoðorði) og á Vestfjörð-
um, þar sem hann hafði umsjá með ríki Vatnsfirðinga eftir
að það var komið í hlut Þórdísar dóttur hans og Einars
sonar hennar, að hann átti jarðeignir víðs vegar um Suður-
land, auk höfuðbóla sinna í Borgarfirði, — þá verður Ijóst,
hversu margar leiðir lágu að Reykholti. Snorri eignaðist
á æfi sinni því fleiri vini en aðrir menn sem honum var
auðveldara að hafa vinaskipti. Það hefur verið óvenjulega
gestkvæmt hjá honum, gestirnir af margvíslegu tagi og
hann sjálfur einn þeirra manna, sem nokkuð lærði af öll-
um kynnum, þótt hann bæri ekki gæfu til þess að eignast
vini, sem í raun reyndust. Efalaust hefur hann átt meira
og fjölbreyttara bókasafn en þá var til á nokkurum öðrum
stað á Islandi, því að hann skorti hvorki námgirni til þess
að ágirnast bækur né fé til að afla þeirra. Tækifærin höfðu
líka í því efni sem fleirum lagt margt upp í hendur hon-
um. Hann þekkti bókakost Oddaverja frá æsku, hefur látið
skrifa sumt upp, og það er ekki ólíklegt, að hann hafi sætt