Skírnir - 01.01.1941, Síða 27
Skírnir
Snorri Sturluson
25-
hverrar sögu verður að bera nokkuð, til hverrar framsókn-
ar þarf átaka, átaka mikilmenna, ekki sízt þar sem um
slíka hámenningu er að ræða og setur svip á íslenzkar bók-
menntir á 13. öld. Nú kunnum vér ekki að nefna nokkurn
mann, sem ber slíkan ægishjálm yfir íslenzku menntalífi,
einmitt á tímabilinu eftir 1220, og Snorri Sturluson gerði
og höfum enga átyllu til þess að halda, að hann hafi verið
til. Snorri hafði öll skilyrði og einstök skilyrði til þess
að sameina í þroska sínum og ritum árangur alls þess,
sem þegar hafði verið unnið, setja met nýrrar fullkomn-
unar og samræmis, setja samtíð sinni og næstu kynslóð-
um nýjan mælikvarða og fyrirmynd. Afburðamenn höfðu
komið fram á undan honum, komu enn fram eftir hans
dag. En þegar gætt er að því, hvað hann var og hvar hann
stóð, verður að gera ráð fyrir því, að þeir, sem á eftir
honum fóru, hafi ekki síður reynt að læra af honum, hver
eftir sinni getu, en hann hafði lært af fyrirrennurum sín-
um. Hann hefur engu síður rutt brautina fyrir þá en
aðrir höfðu gert fyrir hann. Þegar vér lesum hinar ágæt-
ustu íslendinga sögur, sem samdar eru eftir 1230, hljót-
um vér að gera ráð fyrir, að konunga sögur Snorra hafi
átt drjúgan þátt í þeirri fullkomnun, sem þær náðu. Og
þetta verður enn vissara, ef vér hugsum um, að Snorri
gerði sjálfur brú milli þessara tveggja sagnaflokka, er
hann neytti þess lærdóms, sem hann hafði öðlazt með því
að sökkva sér ofan í konunga sögur, til þess að semja
eina íslendinga sögu, sem bar langt af þeim, sem áður
höfðu verið ritaðar: Egils sögu Skalla-Grímssonar.
VIII.
Sú tilgáta, að Snorri Sturluson sé höfundur Egils sögu,
hefur átt sér svo langan feril og umskiptilegan, að
hún væri sjálf hið skemmtilegasta söguefni. Gamli Grundt-
vig mun hafa sett hana fram fyrstur manna, af skáld-
legu innsæi og röksemdalaust, og henni var þá þegar
andmælt harkalega og jafn rakalaust af Þorleifi Repp.
Síðan örlaði þó jafnan á henni við og við hjá ýmsum