Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 29
Skírnir
Snorri Sturluson
27
leið hlaut eg líka að líta öðruvísi á mínar eigin efasemdir
um svipaðan stílblæ Egils sögu og Heimskringlu. Nú var
eg auk þess orðinn nógu kunnugur tímasetningu íslendinga
sagna til þess að sjá, að miklu sennilegra var að telja
Egils sögu einum 15—20 árum yngri en þeir Finnur og
Ólsen höfðu gert. Annars skal hér ekki rifjað upp það,
sem eg skrifaði um þetta efni í formála Egils sögu frá
1933. Eg gekk að því með hlutleysi, reyndi að skoða það af
kostgæfni og skildi við það með varnagla, þótt eg segði,
að eg mundi framvegis ekki hika við að telja söguna með
ritum Snorra, nema ný rök kæmu fram, sem mér hefði
sézt yfir.
Nú fer því fjarri, að slík rök hafi komið fram síðan.
Eg hef sjálfur veitt athygli fjölda mörgu, bæði almenns
og sérstaks eðlis, sem bendir mjög eindregið í sömu átt.
Fleiri og fleiri fræðimenn, sem að vonum voru tregir til
þess að skipta þarna einu sinni enn um skoðun, hafa að-
hyllzt þessa niðurstöðu, án þess að vita um síðari athug-
anir mínar, og sumir þeirra hafa bætt við nýjum rök-
semdum frá eigin brjósti. Eg get hér aðeins minnzt laus-
lega á eitt af þeim atriðum, sem mér hafa orðið ljósari á
síðustu árum, og vel það ekki í fortölu skyni, heldur af því
að það snertir höfuðeinkennið á sagnaritun Snorra.
Nútímamönnum og einkum útlendingum, sem sjaldan er
íslenzk tunga fyllilega töm, hættir við að finnast forn-
sögurnar hver annarri miklu líkari en þær eru í raun
og veru. Af þessu m. a. stafar sú kórvilla, að sögurnar
hafi gert sig sjálfar, eigi sér enga höfunda, en sú villa
gerir menn aftur sljóskyggnari á höfundareinkennin. Nú
efast samt varla nokkur maður um, að Heimskringla eigi
sér höfund, sem sett hafi mót sitt á hana, og ætti því að
vera leyfilegt að leita að því, sem sérstakt er um Snorra
sem sagnaritara. Margt má þar til tína, sem mikils er um
vert, bæði í dómvísi hans á heimildir, mannlýsingum, ör-
uggum smekk, stíl, valdi á meðferð og skipun efnis. í
flestu af þessu má samt finna einhverja jafningja hans,
þótt enginn kunni að hafa það allt saman til að bera í