Skírnir - 01.01.1941, Page 30
28
Sigurður Nordal
Skírnir
sama jafnvægi og hlutföllum. En um eitt virðist mér
Snorri svo sérstæður, að þar hafi hann hvorki lært neitt
til muna af neinum hinna eldri íslenzku sagnaritara né
heldur hafi nokkur hinna síðari verið maður til þess að
nema þar að marki af honum. Eg á þar við röksæi1) hans:
viðleitnina og hæfileikann að rekja fyrir rætur, tildrög
og afleiðingar atburðanna, skilja þá og skýra. Sem dæmi
þessa er nóg að nefna ræður Upplendinga konunga, er
þeir ganga í lið með Ólafi helga og gera síðan uppreisn
móti honum, — hvernig gerð er grein fyrir málstað and-
stæðinga Ólafs fyrir orustuna á Stiklarstöðum og hverjar
stoðir runnu undir það, að helgi Ólafs var svo skjótlega
haldið á loft af sumum þessara andstæðinga hans, —
samanburðinn á Ólafi og Haraldi harðráða, — skýringu
þess, að Haraldur gat ekki haldið ríki í Danmörku, þótt
hann sigraði Svein Úlfsson í hverri orustu. Nóg önnur
mætti nefna. Margt stuðlaði að því, að Snorra var þetta
fært, auk vitsmuna hans: margháttuð reynsla höfð-
ingjans, víðsýni lærdómsmannsins, hlutleysi í skoðunum,
að tilfinningarnar báru ekki skynsemina ofurliði. Auk
þess hygg eg, að hann hafi lært þar nokkuð af fornum
erlendum sagnriturum, einkum Sallustius, sem aftur hafði
tekið sér sjálfan Þýkydides til fyrirmyndar. Ef vér at-
hugum nú Egils sögu, er það deginum ljósara, hvernig
hún sem sagnarit sker sig úr öllum öðrum íslendinga sög-
um. Eitt er það, hvílíkt vald höfundur hennar hefur á því
að lýsa erlendum viðburðum, t. d. tildrögum og atburð-
um orustunnar á Vínheiði, átökunum um sameiningu Nor-
egs í eitt ríki. Annað eru tök hans á að lýsa konungum
og hugsunarhætti þeirra, jafnt Haraldi hárfagra, Eiríki
blóðöx, Gunnhildi konungamóður og Hákoni góða. Þriðja
er, hvernig hann getur varpað ljósi jafnt ámálstaðitveggja
aðilja, svo að vér skiljum jafn vel róg Hildiríðarsona, áhrif
hans á Harald konung, ríkilæti konungs, ofstopa og upp-
1) Röksæja nefni eg þá sagnaritun (og sagnaritara), sem á Norð-
urálfumálum er kölluð pragmatisk (pragmatic).