Skírnir - 01.01.1941, Side 31
Skírnir
Snorri Sturluson
29
reisn Þórólfs Kveld-Úlfssonar, — þau Arinbjörn hersir og
Gunnhildur drottning senna um Egil í Jórvík, og má ekki
milli sjá, hvort betur heldur á máli sínu, — Egill beitir
ekki aðeins ofbeldi við Önund sjóna og Steinar, heldur
rökstyður úrskurð sinn í sögulegu yfirliti o. s. frv. Vér
sjáum þarna í senn, hvernig íslendingasaga stækkar við yf-
irsýn höfundarins um erlenda sögu og hvernig efnið er tek-
ið sömu tökum og í konunga sögum Snorra. Frásagnir ann-
arra íslendinga sagna af viðburðum utan lands eru flest-
ar fátæklegar, stundum barnalegar, ná aldrei út fyrir það,
sem kemur beint við hinar íslenzku sögupersónur. Og
svo ágæt rit sem t. d. Eyrbyggja, Hrafnkatla og Njála
eru, þá finnum vér, að sumum þáttum þar mundi höfund-
ur Egils sögu hafa gert annars konar og betri skil, t. d.
baráttu Snorra goða fyrir ríki í Dölum, uppgangi Hrafn-
kels á Hrafnkelsstöðum og rógi Marðar Valgarðssonar.
Eg lít nú á það sem útkljáð mál, að Snorri sé höfundur
Egils sögu. En mér kemur ekki til hugar að ámæla nein-
um, sem þvertekur fyrir það. Bæði þeir ogeghverfumbráð-
um hljóðalaust af sjónarsviðinu, en röksemdirnar standa,
og yngri menn meta þær án hleypidóma og bæta efalaust
um þær með vaxandi skilningi. Mér er líka miklu skyld-
ara að álasa sjálfum mér fyrir að hafa skrifað heila bók
um Snorra án þess að vita þetta. Það er álíka slæmt og
ef samin væri bók um Jón Thoroddsen án þess Piltur og
stúlka væri talin eftir hann. Aðaleinkennum Jóns væri að
vísu unnt að lýsa af öðrum bókum hans, en allt það, sem
hann hefði lært eða átt að læra af höfundi Pilts og stúlku,
mundi draga talsvert frá verðleikum hans og matið á rit-
höfundinum ekki verða réttlátt. Það ætti líka að gera
Snorra hugstæðari hans eigin þjóð, að hann hefur samið
sögu Egils, forföður vor allra saman, og að öllum líkind-
um komið nýjum skriði og nýju sniði á ritun Islendinga
sagna yfirleitt. Það er t. d. mjög sennilegt, að þegar eftir-
rit Egils sögu kom norður að Grund til Sighvats Sturlu-
sonar, — ef til vill það handrit, sem elzta brotið, sem
komið er frá Laufási, er leifar af, — hafi sagnaritun byrj-