Skírnir - 01.01.1941, Síða 33
Skírnir
Snorri Sturluson
31
sögu Norðmanna fyrir þá og síðan skuli þeir ekki vilja
trúa henni, og er ekki sæmd Snorra misboðið með því?
Að vísu stendur einhvers staðar í gamalli íslenzkri bók, að
skylt sé að hafa það heldur, sem sannara reynist, og Snorri
er sjálfur svo miskunnarlaus í mati eldri heimilda, að hann
nemur ekki staðar við að taka samtíða vísur fram yfir
góðar og gamlar sögur, heldur fer að spyrja sjálfan sig,
hversu miklu hirðskáldin hafi getað leyft sér að ljúga um
lifandi konunga og nýunnin afrek þeirra. Samt tala sumir
íslendingar um það af allmiklum þjósti, hvílíkt ódáðaverk
sé að vilja gera fornsögur vorar að lygi, og þeir digur-
barklegast, sem fávísastir eru. Þeim er bersýnilega ann-
ara um að trúa því, að full rækt hafi verið lögð við sann-
leikann á 13. öld, en stuðla að því, að slíkt hið sama sé
gert á 20. öldinni.
En vér metum hvorki Snorra að verðleikum né lesum
hann oss að fullu gagni og gamni, nema vér skiljum, að
hann var allt í senn: dómvís sögukönnuður, röksær sagna-
ritari, mikið söguskáld, beitti efagirni sinni og ímyndunar-
afli á víxl — og vissi allt af, hvað hann var að fara. Hann
yrkir ekki tímatal né mannanöfn, af því að það særði dóm-
greind hans og var ekkert yrkisefni. Hann vill nota rit
Ara og forn kvæði út í æsar, en úr þeim hefði hann aðeins
fengið efni í þurran annál, og honum kom ekki til hugar
að láta sér það lynda. Hann vildi lýsa persónum með holdi
og blóði, áhrifamiklum viðburðum, leiða menn fram á sjón-
arsvið og láta þá tala þar og hreifa sig, skyggnast inn í hug-
skot þeirra og láta þá birta skoðanir sínar, fyrirætlanir
og hvatir í löngum ræðum. Þetta var svo sjálfsagt, að
hann þurfti ekki að geta þess né afsaka það í neinum
formála.
Ef norrænir sagnfræðingar á vorum dögum töluðu
hispurslaust um meistaraverk Snorra, Ólafs sögu helga,
mundi dómur þeirra verða eitthvað á þessa leið: Það er
bersýnilegt, að höfundinn hefur bæði brostið gögn og vilja
til þess að skrifa vísindalegt sögurit. Það verður ekki ann-
að séð en sumar minnisstæðustu persónurnar, Hrærekur