Skírnir - 01.01.1941, Side 34
32
Sigurður Nordal
Skírnir
konungur, Þorgnýr, Emundur af Skörum, Þórarinn Nefj-
ólfsson, Ólafur sænski o. s. frv. séu að mestu skáldsögu-
persónur, að undanteknum nöfnunum og örfáum atvik-
um. Um suma þessa menn hefur Snorri varla haft neinar
heimildir, hvorki illar né góðar. Og hvað um Ólaf helga
sjálfan? Mundi nokkur maður á dögum Snorra hafa litið
á hann líkt og gert er í sögunni? Það er ekki ófróðlegt að
draga saman það, sem sagt er um Ólaf í kvæðunum. Úr
því yrði mjög fátækleg mannlýsing. Og hvað tekur svo
við? Helgisagnir, sundurleitir dómar, slitur af sögnum,
jarteinir. Sá Ólafur, sem Snorri lýsir, er hans eign. Vér
vildum fegnir trúa því, að lýsingin sé rétt, svo ágæt sem
hún er, en hvernig á að treysta því?
Hverju ættum vér íslendingar að svara annarri eins
ádrepu og þessari? Eg get ekki sagt nema fyrir sjálf-
an mig: Blessaðir, gerið þér alla þessa menn og helzt
miklu fleiri útlæga úr sögu Noregs og Svíþjóðar. Vísið
þeim til föðurhúsanna. Þá ættleiðum vér, afkomendur
Snorra Sturlusonar, þessi afkvæmi hans sem „ossa landa“.
Það er sjálfsagt hverju orði sannara, að Snorri hefur haft
minni heimildir um Hrærek frá Noregi og Þorgný frá Sví-
þjóð en Shakespeare hafði um Hamlet frá Danmörku. Og
hver mundi þó efast um, að sanngjarnara sé, að Hamlet
hafi borgararétt í Lundúnum en á Helsingjaeyri? Það er
gaman að hugsa um þetta, að þótt ekki sé nema einn kon-
ungur grafinn á íslandi, þá hafi fleiri af þeim, sem vér
þekkjum nú bezt, verið fóstraðir þar og komið til manns.
Engum kemur að vísu til hugar að neita, að í Heims-
kringlu sé mikið af fornum og merkum fróðleik og því
meira af sönnu söguefni sem nær dregur dögum höfund-
arins. Það kemur ekki heldur til mála, að Norðmenn af-
ræki hana nokkurn tíma, hvorki fróðleikinn né skáldskap-
inn. Engin sagnavísindi megna að taka þær persónur af
lífi, sem snillingur hefur gætt anda sínum og blóði, né
þurrka út myndir þeirra atburða, sem hann hefur seitt
fram á tjald fortíðarinnar með töfrafjöður sinni. En það
ættum vér íslendingar að muna, að í þessu stórvirki er