Skírnir - 01.01.1941, Síða 38
Guðm. Finnbogason
Skírnir
sem hærra dró til fjalla og loftið varð tærara. Það var því
eðlilegt, að menn hugsuðu sér guðina búa á fjöllum, svo
sem Olympsguðir á Grikklandi, og að mörg yrðu Helga-
fellin á íslandi. „Þá skulu vit ganga upp á Helgafell; þau
ráð hafa sízt at engu orðit, er þar hafa ráðin verit“, sagði
Snorri goði forðum. Hann hefir fundið, að hressandi him-
inloftið þar færði honum ráðspeki. Skáldin skynja þetta
enn í dag með sama hætti og fyrir þúsundum ára. Einar
Benediktsson segir í kvæðinu Fjallaloft:
Hjá einum lífteyg lofts á tindsins egg-
er lágsléttunnar andi bragðlaus dreg-g-.
Og hann kveður þar um heiðasveitina:
Þinn andi hefir svalað minni sál;
eg' sé þig' enn og drekk af þínu víni.
O, fjallakyrrð, sem á ei mannleg't mál,
ó, máttarveig af himnadjúpsins skál.
John Ruskin hefir í bók sinni „The Queen of the Air“
af miklu andríki skýrt trú Forn-Grikkja á gyðjunni
Aþenu. Hann segir m. a.: „Hún er fyrst og fremst loftið
sem lífsandi, er færir blóðinu lífsmagn . . . já, hvert sinn,
er þú alopnar gluggann þinn á morgnana, hleypir þú um
leið Aþenu inn sem speki og hreinu lofti; og hvenær sem
þú dregur að þér hreinan, langan, djúpan teyg af tæru
himinlofti, tekur þú í blóði þínu Aþenu inn í hjarta þitt,
og með blóðinu inn í hugsanir heila þíns“.
Það er skammt á milli slíkrar trúar og lýsingarinnar á
áhrifum heilags anda í „Heilags anda vísum“:
Blíðr lífg-ar þrif þjóðar
þinn blástr, frömuðr ástar,
lemið synd, ok eykr yndi
endrbornum her, forna.
(Blíðr blástr þinn, frömuðr ástar, lífgar þrif þjóðar ok
eykr yndi endrbornum her; lemið forna synd.)