Skírnir - 01.01.1941, Page 39
Skírnir
Það, sem af andanum er fætt
37
Hugfylldra blést hölda
heilagra guðs fagra
vitr þeim er vísdóm betrir
vandan spektar-anda;
sú hefr einkagjöf grænkat
geðfjöll liði snjöllu
(erat seggja trú) tryggu
(tóm) siðferðar blómi.
(Blést vitr spektar-anda, þeim er betrir vandan vísdóm
fagra, hugfylldra, heilagra hölda guðs; sú einkagjöf hefr
grænkat snjöllu liði geðfjöll tryggu siðferðarblómi; seggja
trú erat tóm.)
Hér er heilagur andi hinn blíði blær, er glæðir heilbrigði,
eykur yndi, endurfæðir mennina, lamar syndina og gæðir
þá speki, hugrekki, andlegu gróðrarmagni og traustum
dyggðum. Það er hin sama djúpa reynsla, sem Matthías
lýsir í kvæðinu „Leiðsla“:
Ég andaði himinsins helgasta blæ
og minn hugur svalg voðalegt þor,
og öll hjarta míns dulin og deyjandi fræ
urðu dýrðleg sem ljómandi vor.
Yér sjáum þá, að frummerkingin í orðinu „andi“ lifir
enn og skín í gegn jafnvel þegar bezt er lýst dýpstu reynslu
mannssálarinnar um samband hennar við æðra afl. 1 orð-
inu felst elzta skýringin á innsta eðli mannsins, og hún
hefir orðið svo frjó, af því að hún benti á það frumskilyrði
lífsins, sem vér höfum beinasta reynslu um á hverju andar-
taki og finnum, að stendur í nánu sambandi við öll störf
líkama vors og huga, sem sé andardráttinn. í honum birt-
ist afl og hreyfing og áhrif á gjörvallt ástand vort. Af
reynslunni um samband sálarlífsins við andardráttinn eru
sprottnar kenningar hinna indversku Yoga og öndunar-
aðferðir þeirra. Þeir þykjast fá vald yfir andlegri orku
með því að fá vald yfir andardrættinum. En jafnframt
gat þessi skýring beint hugsuninni að því, að líf manns-
ins er ekki sjálfu sér nóg, að viðhald þess og endurnæring