Skírnir - 01.01.1941, Side 40
38
Guðm. Finnbogason
Skírnir
kemur sem gjöf að utan með hverju andartaki, að hugur
mannsins stendur í sambandi við eitthvað, sem honum er
skylt, færir honum þrótt og með nokkurum hætti ,,blæs
honum í brjóst“ hugsunum, tilfinningum og hvötum. Beint
framhald þessa skoðunarháttar er trúin á guðlegan inn-
blástur (inspiration), andagift.
Helztu merkingar, sem orðið andi og samsvarandi orð
á öðrum tungum hafa fengið, eru þessar:
1. Sjálfstæð ólíkamleg vera. (Sbr. góður andi, illur
andi; andar framliðinna.)
2. Það í manninum, sem ekki er líkamlegs eðlis, sálin,
hugurinn.
3. Hin æðri, skapandi og stjórnandi sálaröfl í andstæðu
við skynjanir, minni og hvatir.
Þessi merking kemur þegar fram í Gamla testa-
mentinu: „Sjáið, Jahve hefir kvatt til Bezalel Úríson,
Húrssonar, af Júða ættkvísl og fyllt hann Guðs anda,
bæði vísdómi, skilningi, kunnáttu og hvers konar
hagleik, til þess að upphugsa listaverk og smíða úr
gulli, silfri og eiri, og skera steina til greypingar, og
til tréskurðar, til þess að vinna að hvers konar hag-
virki“. (2. Mós., 35, 30.—33.)
4. Hugsunarháttur. (Sbr. félagsandi, þjóðarandi, ald-
arandi.)
5. Hinn rétti tilgangur eða merking. (Sþr. andi máls-
ins, andi laganna; „bókstafurinn deyðir, en andinn
lífgar“ (Kor. I, 3, 6.).
Þá sýna orðin andrílci og andleysi, að mismikið getur
verið af andanum.
Hér skal ekki vikið að tveimur fyrst töldu merkingun-
um. Á hinar skulum vér líta nokkru nánar.
Vér teljum engan andans mann fyrir það, þó að hann
hafi skarpa sjón og heyrn og öll skynfæri hans séu næm,
ekki heldur þó að minni hans sé óvenju sterkt, eða hvatir
hans og ástríður hver fyrir sig sterkar og taumlausar.
Einkenni andans er: að finna eða skapa samhengi og sam-
ræmi, samþýða hið sundurleita, finna einingu í f jölbreytni,