Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 41
Skírnir
Það, sem af andanum er fætt
39
samstilla andstæður. Vísi til slíks má raunar finna í skynj-
aninni. Vér horfum t. d. á klett, skynjum lit hans og lög-
un, en samband hvers hluta hans við heildina kemur ekki
skýrt fram. Allt í einu breytist myndin, vér sjáum þarna
mynd af trölli. Og nú fær hvers dráttur og litbrigði kletts-
ins nýtt líf, þar sem hvað fær merkingu sína af samband-
inu við annað og stuðlar að því að gera klettinn að þessari
einkennilegu mynd. En þó að vér finnum enga slíka líf-
mynd í klettinum, þá kann lögun hans og jafnvægi, litir
og leikur ljóss og skugga að birtast oss sem einkennilegt
samspil, merkileg samræm heild, sem er sjálfri sér nóg.
Og tækist málara að sýna oss klettinn á mynd í öllum hans
sérkennileik, mundum vér ekki telja hann andlausan
málara.
í engum málverkum hefir mér virzt andinn auðsærri
en í verkum Leonardo da Vinci. Flestir hafa séð eftirmynd
af „Kvöldmáltíð" hans, einhverju frægasta málverki í
heimi. Karl Madsen lýsir henni svo: „Bak við langt borð,
á miðri myndinni situr Kristur, göfugur, blíður og angur-
vær; hann hefir mælt orðin: „Einn af yður mun svíkja
mig“, og þar með skyndilega komið sessunautum sínum í
ákafa geðshræringu. Með miklum handahreyfingum, svo
sem ítölum er títt, láta postularnir í ljós — hver eftir skap-
lyndi sínu — felmtur, gremju, sorg, efa eða meðvitund um
sakleysi sitt. Hinn skuggalegi Júdas einn kreistir með sinni
ásælnu hendi peningapokann og starir skelfdur á þann,
sem lesið hefir hinn leynda glæp í djúpi sálar hans. Á
eldri myndum er einfaldlega bent á, að Júdas sé svikar-
inn, með því að láta hann sitja fjarri hinum, en þarna fær
hann sæti milli ágætustu postulanna. Pétur, sem einmitt
snýr hníf sínum varlega við til þess að særa ekki Júdas,
hallar sér bak við hann til þess að biðja Jóhannes að spyrja
Krist, hver svikarinn sé. Augnablikslíf, sem blossar upp
af einu orði, er fellur sem gneisti í tundur, hafði aldrei áð-
ur verið sýnt svona vel. Áhrif línanna og flug þeirra í
þessu málverki — tveir hópar með þrjá æsta postula í
hvorum til hvorrar handar við óbifanlegan sálarfrið