Skírnir - 01.01.1941, Side 42
40
Guðm. Finnbogason
Skirnir
Krists — eru svo gagnhugsuð og snilldarleg, aS jafnvel
ágætustu listaverk fornaldarinnar eru jjar ekki fremri.
Loks hefir Leonardo í meðferð forms og lita hafið málara-
listina á hæsta stig“.
Þarna eru andstæður á hæsta stigi, ein hugsun er gagn-
tekur og mótar alla heildina, en endurspeglast í svip og
látæði hvers eins samkvæmt innsta eðli hans. Þarna er
magnað líf og hreyfing og þó fullkomið jafnvægi. Þetta
er mark andans.
Lítum svo á dæmi úr bókmenntunum og byrjum á þvL
sem lítilfjörlegast er.
Flestum mundi finnast mark andans heldur dauft á
þessari upptalningu:
Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, tittlingur.
Eina bendingin um, að andinn hafi komið nálægt þessari
þulu, eru ljóðstafirnir og hrynjandin. Bragarháttur er
verk andans og form og ber í sér hreyfingu hans eða hrynj-
andi. En þarna er ekkert hugsanasamband milli orðanna.
Þessar skepnur standa aðgerðalausar hver hjá annarri í
setningunni, vita ekkert hver af annarri og hefðu getað
verið í hvaða röð sem er, ef ekki væru ljóðstafirnir. En
svo kemur framhaldið: galar, krunkar, geltir, hrín, gneggj-
ar, tístir, syngur. En þau umskipti! Dýrin eru ekki leng-
ur aðgerðalaus. Þau hefja upp hvert sína rödd í þeirri röð,
sem þau voru nefnd. Og vér fögnum því, að þau fá eitt-
hvert hlutverk í vísunni. Röddunum er að vísu ekki skip-
að eftir lögum tónfræðinnar, heldur bragfræðinnar, en
þarna er þó komið samhengi, heild og líf. Andinn hefir
verið að verki, þótt lítið sé.
Flestir mundu taka undir orð Einars Benediktssonar
um Snorra Sturluson:
Aldrei hóf sig hærra í landi
hjartagreind á siðum tveim.
Seint mun faðma himnaheim
hugartökum stærri andi.
Snorri getur sagt í tveim orðum sannindi, sem heila bók
þyrfti til að greina og skýra til fullnustu. Það er sem frá