Skírnir - 01.01.1941, Page 44
42
Guðm. Finnbogason
Skírnir
ek hafða . . . sét . . . staði, er ek hefi eigi fyrr sét“, hinir
síðar nefndu greinast aftur í tvennt: „[staði], er ek hefi
haft spurn af . . ., [staði], er ek hefi eigi fyrr heyrt get-
it“, og til frekari áherzlu: „bæði byggða ok óbyggða“, og
loks kemur endahnúturinn: „svá vítt sem veröldin er“. Það
samsvarar „um alla veröld“ í fyrri kaflanum og lætur oss
þannig finna hvorttveggja í senn, hve vítt hann sá og hve
skýrt hann sá.
Lesum svo kvæðið „Ástríður Ólafsdóttir Svíakonungs“
eftir Stephan G. Stephansson (Andvökur. Úrval. Rvík
1939, bls. 84). Skáldið hefir tekið söguatriði þess nálega
óbreytt úr Flateyjarbók (sbr. Fjörutíu Islendingaþættir,
bls. 233—236). Frásögnin þar er ágæt, en skáldið hefir
þó magnað hana í merðferðinni: með lýsingunni á Óttari,
er hann gengur í höllina fyrir konung, með lýsingunni á
flutningi mansöngsins og áhrifum hans á hirðina, karla
og konur, með lýsingunni á drápunni um konung og með
því að geta um ástaræfintýri konungs, sem önnur frásögn
greinir. Og tökum eftir, hvernig allt er ofið saman og end-
urkveður og speglast hvað í öðru. Þarna eru öflugar and-
stæður og streita, loftið þrungið af rafmagni. Konungur
situr fullur af „afbrýðinnar haturs-þunga“ til Óttars.
Hirðin situr „hlustarnæm" og bíður eftir hneykslinu,
reiðubúin að áfella skáldið, konurnar feimnar. En mót-
þróinn hverfur smám saman, því að áheyrendurnir áttu,
hver og einn, sína ástasögu nægilega skylda sögu Óttars
til þess að saga hans endurhljómaði í brjóstum þeirra.
Ólafur kóngur átti sjálfur svipaðrar sögu að minnast.
Einkasögur þeirra allra verða eins konar raddsetning við
sögu Óttars. Hin yndislega vísa: „Man eg æ — við eitt
sinn dvöldum“ — hljómar áfram í hugum áheyrandanna,
verður undirspil við hergnýinn í lofdrápunni um konung-
inn. Óttar gerir í drápunni um konung hervirki hans líf
af sínu lífi, konungur ást Óttars. Og orð Ástríðar drottn-
ingar;
Þiggðu, skáld, sem glampa á götu,
gneista þann af fingri mínum