Skírnir - 01.01.1941, Qupperneq 45
Skírnir
Það, sem af andanum er fætt
43
(sbr. orð sögunnar: Taktú, skáld, gneista þann og eig)
sindra með ódauðlegu geislagliti þeim ástum, sem öll þessi
saga átti upptök sín í. En lokaerindi kvæðisins vottar, að
enn stafa úr sænskum augum hjartaslög Ástríðar drottn-
ingar.
í þessu kvæði eru, ef svo má að orði kveða, allir tónar
og stef í raddsetningunni við sögu Óttars sóttir í brjóst
þeirra, sem viðstaddir eru í höllinni og atburðina skapa.
En ímyndunarafl skáldanna leitar oft til fanga langt út
fyrir það svið, sem sjálf athöfn kvæðisins tekur yfir. Öll
tilveran er skáldinu frjáls til aðdrátta. Það má taka lík-
ingar sínar og hugarieiftur hvaðan sem vill, úr náttúr-
unni, mannlífinu, mannaverkum, sögunni, trúnni, heim-
spekinni, til að bregða Ijósi yfir efni kvæðisins og magna
það. Stórfenglegasta dæmi þessa í sögu íslenzka skáldskap-
arins eru „kenningar“ fornskáldanna. „Kenningarnar“
eru, eins og eg hefi reynt að sýna á öðrum stað,1) „vottur
um viljann til að sjá margt í senn, fortíð í nútíð, guð í
manninum, náttúruna í mannlífinu, einn hlut sem dæmi
annars — „skapa veröld með einstökum orðum“.“ — Andi
„kenninganna“ lifir enn í sumu því, sem magnaðast er í
íslenzkum kveðskap, svo sem í þessu erindi Einars Bene-
diktssonar, er sér landið sem skip í brimsjó:
Undir hástokkum hrímbrýndra kletta
hrannir á strandborðum æða og detta,
þar bergnökkvinn mikli í brimhafs röst
beitir í norðrið grjótvörðu stefni.
Um fjallanna lyfting fallbylja köst
feykja snjólöðri, biturt og hast.
En heiðin við fannsvæfla hvílir sín efni,
hjarnþiljum undir, í draumlausum svefni
og dregur stormandann djúpt og fast.
En það er ekki aðeins efni eða hugmyndir kvæðis, sem
gera það að merkilegri, lífmagnaðri heild. Um leið og
skáldið úr hugmyndaþráðum kvæðisins gerir hinn ein-
1) íslendingar, bls. 175—182.