Skírnir - 01.01.1941, Page 46
44
Guðm. Finnbogason
Skírnir
kennilega vef, þar sem andstæðurnar glitra í nýrri fegurð
og myndirnar skýra hver aðra, gefur bragarhátturinn öllu
samfelldan blæ og víindi, með lögbundinni hrynjandi, þar
sem ljóðstafir og hendingar með áherzlum sínum og hljómi
marka öldufalda tilfinningastraumsins.
Því fjölbreyttara og stórfenglegra efni sem skáldið
megnar að samþýða í svipmikla heild, þar sem hvað magn-
ar annað og endurkveður, en engu má breyta, svo að heild-
in ekki spillist við, því voldugri er andinn.
Shelley, eitt af mestu skáldum veraldarinnar, segir í
„A Defence of Poetry“:
„Skáldskapur gerir alla hluti yndislega; hann fegrar
það, sem fegurst er, og hann miðlar fegurð því, sem af-
myndaðast er; hann tengir fögnuð og hrylling, sorg og un-
að, eilífð og umbreytingu; hann sveigir til sameiningar,
undir sínu létta oki, alla ósamþýðanlega hluti. Hann um-
myndar allt, sem hann snertir, og hvert það form, er geisla-
stafur hans nær til, verður af dásamlegri samúð íbúð þess
anda, er hann blæs í það: hin dularfulla gullgerðarlist hans
gerir að gullinveig þær eiturlindir dauðans, er streyma um
lífið; hann sviptir blæju vanans af veröldinni og birtir oss
hina nöktu og blundandi fegurð, sem er andinn í formum
hennar“.
En hið sama á við um allar listir, og ef vér viljum skilja
eðli andans, þá ber oss ekki aðeins að leita hans í þeim
verkum, sem hann hefir fullskapað og sett svip sinn á,
heldur og þegar hann er að starfi í lifandi sál listamanns-
ins.
Það er sagt um Beethoven, að hann hafði allt af hjá sér
nótnablað, hvar sem hann var staddur, til þess að vera
viðbúinn að skrifa undir eins það, sem honum dytti í hug.
Efnin í tónverk hans komu, eins og hann sjálfur komst að
orði, yfir hann „án þess þau væru kölluð, beinlínis eða
óbeinlínis, undir beru lofti, í skóginum, á skemmtigöngu,
í næturkyrrðinni eða árla morguns, af geðshræringum,
sem hjá skáldunum fá afrás í orðum, en hjá mér í tónum,