Skírnir - 01.01.1941, Síða 47
'Skírnir
Það, sem af andanum er fætt
45
-og’ hljóma, þjóta, storma, þangað til eg hefi þær fyrir mér
í nótum“.
Mozart segir svo frá um það, hvernig tónverk hans verði
til: Fyrst koma honum í hug stef og stúfar úr verkinu og
tengjast smátt og smátt saman; þegar svo verkið fer að
hlýja huga hans, vex það meira og meira, „og eg rek það
meira og greinilegar sundur, og loks verður það nálega
fullgert í höfði mér, jafnvel þótt það sé langt tónverk, svo
að eg get í einni svipan séð það í heild sinni í huga mér,
eins og það væri fagurt málverk eða fögur mannleg vera;
en eg heyri það þá alls ekki þannig í huga mér, að hvert
atriðið komi á eftir öðru •— eins og síðar verður að Vera
— heldur allt í einu, ef svo má að orði kveða. Það er fá-
gæt hátíð! Allt skaparastarfið fer fram í mér eins og í
fögrum, þróttmiklum draumi. En bezt af öllu er að heyra
það allt í einu“.x)
Hér birtast einkenni andans á hæsta stigi. í þeirri heild,
>er hann skapar, lifir hvað í öðru í einu andartaki:
Er — var — verður
er orðið nú,
■eins og Matthías kveður í kvæðinu „Söngtöfrar“.
Hvað er þá eftir af hinni fornu hugmynd um andann
:sem andardrátt?
Hún er þarna enn, full af eilífu lífi, því að eins og tært
himinloftið læsir sig á einu andartaki um mann allan og
fjörgar og frjóvgar hverja lífshræringu, eins læsir and-
inn sig um hvert atriði listaverksins og gæðir það lífs-
magni.
Vér höfum þá kynnzt eðli og einkennum andans svo sem
hann birtist oss í listaverkum. En mundi eigi starf andans
vera sjálfu sér líkt á hvaða sviði sem er? Mundi ekki mað-
urinn, sem skapar listaverk, sjálfur eiga að gera líf sitt að
listaverki. Efnið fær hann að gjöf, hann fær sitt pund að
ávaxta, stórt eða lítið, en hvað úr því verður, er honum
að nokkru leyti í sjálfsvald sett. Og mundi þá ekki verk-
1) Sjá William James: The Principles of Psychology. I, bls. 255.