Skírnir - 01.01.1941, Síða 48
46
Guðm. Finnbogason
Skírnir
efnið verða það, að samstilla öll öfl og hvatir sálar og lík-
ama, svo að lífið yrði sem samræmust, auðugust og feg-
urst heild? Jónas Hallgrímsson hefir bent á markmiðið í
þessu erindi:
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóa,
alefling andans
og athöfn þörf.
Með aleflingu andans verður lífsnautnin frjó, hún glæð-
ir kraftana og þeir beinast að þarfri athöfn. En enginn
getur orðið að manni, nema í mannlegu félagi. Hvernig á
þá mannfélag að vera?
Tökum fyrst lítið félag, t. d. söngfélag. Það hefir ákveð-
ið markmið, það æfir félaga sína í söng og flytur söng-
verk. Hver meðlimur þess verður að vera gæddur söng-
rödd og söngeyra, hver og einn verður að æfa sig í því
hlutverki, sem hann á að syngja, og allir verða þeir að lok-
um að æfa sig saman og samstilla raddirnar. Loks rennur
upp hinn mikli dagur, þegar samsöngurinn er haldinn. All-
ir vita, að söngurinn fer eftir því, hve góðar söngraddirn-
ar eru, hve vel þær renna saman, hve nákvæmlega allar
raddirnar eru samstilltar og hve vel flutningurinn birtir
anda verksins, sem sungið er. Hver söngmaður í flokkn-
um finnur, að hann nýtur sín því betur, sem allt þetta
tekst betur. Metnaður hans og yndi er að vera þáttur, sem
fer vel í heildinni, að rödd hans verði skær dropi í tóna-
hafinu, er speglar andann. Og þó eykur persónuleiki hvers
söngmanns fegurð söngsins í heild sinni. Hver þeirra hef-
ir sinn raddblæ, sem mótast af öllu því, sem í brjóstinu
býr. Það er engin tilviljun, að gáfaðir og menntaðir menn
syngja að öðru jöfnu betur en lítt gefnir og ómenntaðir,
en rödd hvers einstaks verður þó í samsöngnum ekki ann-
að en blæbrigði í hinum samhljóma raddastraumi. En
þrátt fyrir alla nákvæmnina og samstillinguna er þó full-
kominn söngur fjarri því að vera vélrænn; hann kemur
eins og óvænt gjöf og opinberun — eins og engilbros á.
fögru andliti. Svo er um það, sem af andanum er fætt.