Skírnir - 01.01.1941, Page 49
Skírnir
Það, sem af andanum er fætt
47
Áheyrendurnir jafnt og söngflokkurinn verða gagntekn-
ir af sama anda, verða ómgrunnur fyrir tónahafið, sem
andi tónskáldsins birtist í. Þarna er samlíf á háu stigi og
því æðra, sem andi tónverksins er guðdómlegri.
Væri samsöngnum útvarpað, svo að heyrðist um allan
heim, yrðu allar miljónirnar, sem á hlýddu, snortnar af
sama anda, hver og einn eftir því, sem hann hefir tóna-
skyn til.
Vér sáum áður, hvernig tónverk Beethovens og Mozarts
urðu til. Tilefni tónsmíðarinnar, sem söngflokkurinn syng-
ur, hefir ef til vill verið ljóðið, sem sungið er, eða þá hátt-
ur þess. Ljóðið eða háttur þess, hefir þá andað að tón-
skáldinu þeim geðblæ, er verkið spratt upp af og nærðist
af. Upptökin má þá rekja til tveggja sálna, en af starfi
andans í sál tónskáldsins er það runnið, hvaðan sem fyrstu
drögin til þess komu. Hver veit líka nema tónskáldið hafi
náð í eitthvert „hljómbrot í eilífðarhafsins gný“? En ferð
lagsins um mannssálirnar heldur áfram svo lengi sem það
er sungið eða leikið eða kemur einhverjum í hug.
Sama sagan endurtekur sig, hvar sem andinn er að verki.
í hverju félagi, smáu sem stóru, er einhver andi, einhver
hugsjón eða háttur, sem starfar að því að samstilla alla
krafta og beina þeim að settu marki. Og aðferðin er hin
sama og vér sáum í söngfélaginu: að æfa og samstilla ein-
staklingana, unz samvinnan og samlífið verður sem full-
komnast. En nú munu menn spyrja: Hvernig er það þar
sem andstæðingar eigast við og hvor aðilinn hefir sinn
sigur eða ósigur hins að markmiði, hvort sem eru tveir
einstaklingar eða tvö knattspyrnufélög eða tvö stórveldi?
Vér sjáum undir eins, að tveir einstaklingar, sem eigast
við, reyna hvor um sig ósjálfrátt að samstilla alla krafta
sína gegn hinum til sigurs sér, en slíkir aðilar mynda
raunar enga heild saman, ef þeir fylgja ekki neinum bar-
dagareglum, sem báðir virða, heldur reyna með öllum
brögðum að sigra hvor annan, eins og tvö villidýr. Hvor
um sig vill vera heildin og útiloka hinn. En undir eins og
báðir virða ákveðnar reglur um bardagaaðferðina og víkja-