Skírnir - 01.01.1941, Page 50
48
Guðm. Finnbogason
Skírnir
þar hvergi frá, eru þeir komnir á sameiginlegan grund-
völl, mynda heild, sem hlýðir settum lögum. Það er mun-
urinn á þrælatökum og fögrum leik (fair play), munurinn
á níðingsskap og drengskap. Níðingurinn gerir uppreisn
gegn andanum. Andinn beinist ekki að því að útrýma and-
stæðunum með öllu, heldur að samrýma þær heildinni,
kenna þeim fagran leik, en lofa þeim að gefa heildinni
aukið líf og spennu. Illt er það, sem með engu móti get-
ur samþýðzt heildinni og auðgað líf hennar. Imynd þess
er sprengiefnið, er sundrar öllu, sem fyrir verður, og skil-
ur dauða rúst eftir.
Aldrei hefir vísvitandi uppreisn gegn andanum náð eins
vítt yfir og verið eins illvíg og á síðustu tímum, þar sem
einræðið og hernaðurinn ríkir. Og vér sjáum, hvert stefn-
ir. Einræði, herstjórn, harðstjórn, leynilögregla vinnur
allt vísvitandi að því að gera mann hræddan við mann, frá
hinum neðsta til hins hæsta. Hver maður verður þræll þess,
sem yfir hann er settur, en harðstjóri þess, sem undir hann
er skipaður. Þeim, sem óhlýðnast, er útrýmt eða hann er
einangraður og stundum kvalinn. Skoðanir eru búnar til
eftir skipun foringjans, án tillits til sannleikans, og þess-
um skoðunum er öllum skylt að játa og fylgja í fram-
kvæmd. „Taki þeir nú ofan, sem höfuðið hafa“ er boðorð-
ið á þessu draugaþingi. Allur frjáls félagsskapur er bann-
aður. Öll þekking og öll tækni er notuð til þess að viðhalda
þessu kerfi innan ríkisins, svo langt sem það nær hverja
stundina, og til þess að brjóta undir sig hvert annað ríki
eða stjórnarkerfi, sem ekki gefst upp andspyrnulaust.
Með þessum hætti eru öll hreinskilin viðskipti sálnanna
útilokuð innan ríkisins og frjáls andleg viðskipti við þá,
sem utan þess búa, bönnuð með ritskoðun, eftirliti pósts
og síma og útvarps og banni gegn því að hlusta á erlent
útvarp. Einu vísindin, sem fá að vera óáreitt innan ríkis-
ins, eru þau, sem snerta efnisheiminn og tæknina — með-
an þau ekki finna upp eitthvert meðal til að reka burtu
þrælsóttann, sem heldur slíku kerfi saman.
Slíkt kerfi leiðir til andlegs dauða, því að andinn, sem