Skírnir - 01.01.1941, Page 51
Skírnir
Það, sem af andanum er fætt
49
lífgar, hefir sín uppgönguaugu í sálum einstaklinganna
og streymir þaðan út um heiminn á líkan hátt og eg benti
á um tónverkið, sem verður til í sál tónskáldsins og getur
orðið líf af lífi allra, sem það nær til. Ef þessi uppgöngu-
augu eru eitruð eða stífluð eða einangruð, verður maður-
inn ægilegasta en óæðsta skepna jarðarinnar, því að hann
hefir þá framið sálarmorðið.
Ef vér að lokum lítum yfir mannlífið, svo sem það hef-
ir birzt á sögunnar rás og birtist enn, þá sjáum vér þar
óteljandi heildir, smáar og stórar, allt frá einstaklingn-
um til stærsta ríkis. Alstaðar er andinn að verki, að skapa
nýjar og frumlegar heildir, samstilla kraftana innan hverr-
ar heildar, koma á samvinnu, samstillingu og samlífi milli
fleiri og fleiri og stærri og stærri heilda. Þróunin hefir
verið lík og í sýn Ólafs konungs, er eg áður greindi. Sjón-
arsviðið hefir stöðugt víkkað og skýrzt að sama skapi,
unz sá „um alla veröld“. Enginn er svo víðsýnn og skarp-
skyggn, að hann geti sagt fyrir í einstökum atriðum,
hvernig sú heild á að verða, sem andinn einhvern tíma í
framtíðinni skapar úr lífinu á jörðunni. En hitt getum
vér séð, hvernig andinn starfar og að hverju hann miðar
í sál listamannsins, þegar hann er frjáls, og í hinum æðstu
listaverkum finnum vér einkenni andans og aðferðir. Af
þeim getum vér meðal annars ráðið það, að í því mannfé-
lagi, þar sem andinn ríkir, verður ekki samræmið fengið
með því að gera alla eins — eftirmynd af einum þorpara,
er heldur öllum í skefjum gagnkvæms ótta. Það væri eins
og að ætla sér að gera tónverk úr endurtekningu sama tóns
eða öskurs. Það veraldartónverk, sem andinn skapar, rúm-
ar að lokum og samþýðir alla fjölbreytni og allar andstæð-
ur í dýrlegri heild.
4