Skírnir - 01.01.1941, Page 54
Ásmundur Guðmundsson
Séra Magnús Helgason, skólastjóri
Hann var löngum kenndur við Birtingaholt, og var ljúft
sjálfum að kenna sig við þann stað. Þar átti hann heima
fram á fullorðinsár og dvaldi jafnan, er hann fékk því við
komið. Þar ól einnig móðir hans allan aldur sinn að kalla,
og þar bjuggu faðir hennar og föðurfaðir.
Helgi, faðir hans, bóndi í Birtingaholti, var sonur Magn-
úsar, alþingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar,
bónda á Efra-Seli, Narfasonar, bónda í Efstadal, Einars-
sonar, bónda s. st., Narfasonar hins eldra s. st., Einars-
sonar í Gröf í Grímsnesi, Jónssonar á Laugarvatni, Narfa-
sonar, sýslumanns í Reykjavík, Ormssonar, sýslumanns
s. st., Jónssonar, sýslumanns s. st., Árnasonar, ábóta í
Viðey (1496—1516), Snæbjörnssonar. En ætt Katrínar,
móður Helga, má rekja m. a. til Sæmundar fróða, Síðu-
Halls og Egils Skalla-Grímssonar.
Guðrún, kona Helga en móðir Magnúsar, var Guðmund-
ardóttir, bónda í Birtingaholti, Magnússonar, bónda s. st.,
Snorrasonar, bónda í Ási, Gíslasonar, bónda í Miðfelli. En
Arndís, móðir Guðrúnar, var dóttir Einars, bónda í
Bryðjuholti, og Guðrúnar, dóttur séra Kolbeins í Miðdal.
Þau Helgi og Guðrún giftust árið 1851 og hófu þá þeg-
ar búskap í Birtingaholti. Hún var einbirni og naut mikils
ástríkis. Mannvandur hafði faðir hennar einnig verið fyr-
ir hennar hönd, og er mælt, að hann hafi svarað eitt sinn,
er maður nokkur bað hann um hana: „Þá held ég, að ég
styngi heldur henni Gunnu minni í pytt“. Með Helga var
hann ánægður, að öðru leyti en því, að honum þótti hann
ærið umsvifamikill við túnasléttunina, og varð honum það
að sögn að fella tár, er sumar þúfurnar hurfu, sem hann