Skírnir - 01.01.1941, Side 56
54
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
hafði leikið sér við á barnsaldri. En Helgi var umsvifa-
mikill um margt fleira en túnræktina og sást ekki fyrir,
þótt hann yrði að leggja í mikinn kostnað og jafnvel taka
peningalán. Þegar öðrum þótti ógætilega að farið, varð
honum að orði: „Ég er ekki hræddur við að taka lán, en
ég veit alltaf, til hvers peningarnir fara“. Hann var að
áræði og stórhug langt á undan sínum tíma, og kom það
gleggst fram í því, hvert kapp hann lagði á að afla börn-
um sínum menntunar. Þrjá syni sína sendi hann í Latínu-
skólann, en hinn fjórði dó um fermingaraldur áður en
hann gengi undir inntökupróf í annan bekk. Einn son sinn,
sem náði fullorðinsaldri, kostaði hann að vísu ekki í skóla,
en ekki olli það, að hann teldi hann á nokkurn hátt síðri
hinum að gáfum né manndómi, heldur ætlaði hann honum
að verða bónda eftir sig í Birtingaholti og miðaði mennt-
un hans við það. Dæturnar fóru ekki heldur varhluta af
góðri menntun.
Guðrún, kona Helga, var einnig mikil ágætiskona og
stórgáfuð. Kenndi hún sér sjálf skriftina í æsku, skar sér
fjaðrapenna og bjó til sortublek. Hún unni mjög fögrum
ljóðum og teygaði þau eins og þyrstur maður svaladrykk.
Þegar „Snót“ kom út, kvæðasafnið, þá lærði hún hana alla
á skömmum tíma utanbókar. Passíusálmana kunni hún
alla og margt annarra sálma og Ijóða. Allur sögufróðleik-
ur var henni yndi, en að Birtingaholti barst margt góðra
bóka. Atorka hennar og dugnaður við heimilisstörfin var
frábær, og stjórnsöm var hún og hagsýn í bezta lagi eins
og maður hennar. Voru þau samhent um það að gera
garðinn frægan og vel þokkaðan jafnt af hjúum sem
gestum og gangandi.
* *
*
Magnús var hinn 5. í röðinni barna þeirra, fæddur 12.
nóv. 1857. Urðu þau fjórtán alls, og náðu sjö önnur en
hann fullorðinsaldri: Guðmundur prófastur í Reykholti
[d. 1922], Guðrún húsfreyja á Hrafnkelsstöðum [d. 1935],
Ágúst hreppsstjóri í Birtingaholti, Kjartan prófastur í