Skírnir - 01.01.1941, Page 57
Skírnir
Magnús Helgason
55
Hruna [d. 1931], Sigríður í Birtingaholti, Guðrún prests-
kona að Lundarbrekku [d. 1904] og Katrín prestskona að
Stóra-Núpi [d. 1922].
Magnús var snemma mannvænn og giftusamlegur. Á
5. ári fylgdi hann með bók í hendi móður sinni fram og
aftur um bæinn og las upphátt sögur henni til skemmtun-
ar. Urðu þau bæði alltaf að njóta þeirra saman, fannst
honum. Fyrsta skólaganga hans varð hjá henni, og hann
drakk með óslökkvandi þorsta af nægtalindum íslenzkra
æfintýra og sagna. Hún vakti honum ást á fegurð ljóða
og göfgi málsins og glæddi listasmekk hans. Hún las með
honum bænirnar á kvöldin, og þá lærði hann bezt og skildi,
hvað trúin var. Svo ástúðugt var með þeim mæðginum, að
sjaldan mun farið fram úr því. Hann segir á einum stað
í Kvöldræðum frá barni einu, sem fékk systkin sín til sam-
taka um það að spara við sig sykurmolana sína seinna
hluta vetrar til þess að geta gefið þá mömmu sinni á sum-
ardaginn fyrsta. Hann var sjálfur þetta barn. Hann taldi
áreiðanlega þá giftu sína ekki hvað minnsta að hafa átt
aðra eins móður. Þau voru saman svo oft, sem þau gátu.
Og þegar hann var farinn að heiman, þá þráði hann þá
stund að fá að koma aftur að Birtingaholti til hennar.
Það var yndi þeirra að sitja saman í brekkunni fyrir of-
an bæinn og horfa yfir Birtingaholt og segja hvort öðru
það, sem í hjartanu bjó. Svo var það, meðan þau lifðu hér
bæði. Hann skrifaði henni oft, og hún geymdi bréfin eins
og helga dóma. Þau voru full af sumarangan og sólskini,
um það, sem þeim þótti báðum vænst um og fannst mest til
koma. Þar voru vísur og kvæði innan um. Um Birtinga-
holt. Um
„blátæra Laxá með ljósra steina glit“.
Ef til vill hefir það aukið enn á ástríkið, sem hann naut
hjá foreldrum sínum báðum, að hann lá þunga og langa
legu, þegar hann var á 9. ári, svo að honum var vart hug-
að líf, eða a. m. k. haldið, að hann myndi aldrei verða jafn-
góður og ef til vill aumingi alla sína æfi. Annar fóturinn
var allur útgrafinn í legunni, og kreppti síðan. Þegar hann