Skírnir - 01.01.1941, Síða 59
Skírnir
Mag'nús Helgason
57
vildi hann una við barm náttúrunnar í Birtingaholti. Þar
reikaði hann oft um, og eflaust hefir höndin stundum
lyfzt til þess að blessa líkt og Franz frá Assisi yfir blóm
í haga eða rjúpu, sem kúrði sig niður með hópinn sinn.
Birtingaholt átti hug hans og hjarta frá bernsku til bana-
dægurs.
* *
*
Hann kom í Latínuskólann haustið 1871 og stundaði þar
nám í sex vetur. Hann kvaðst hafa farið of ungur og
óþroskaður í skóla, en reyndist þar þó afburða námsmað-
ur. Hann dró sig heldur hlé í skólalífinu, einkum framan
af, en varð einn af þeim, sem hófu að rita annál skólans,
og geymist handritið í Þjóðskjalasafninu, til birtingar á
sínum tíma, ef ástæða kann að þykja til. Hann minntist
oft bekkjarbræðra sinna, og stafar enn Ijóma af nöfnum
sumra þeirra, manna eins og Þórhalls Bjarnarsonar og
Jóns Þórarinssonar. Hann dáðist að þeim. Þeir voru eldri
en hann og höfðu sig meir í frammi, eldheitir ættjarðar-
vinir og frelsisvinir, albúnir þess að útrýma úr skólanum
öllum kotungsanda og kúgunar, og reyna síðar að hefja
þjóðina til vegs og gengis. Einhverju sinni höfðu þeir
komið sér saman um það nokkrir í skólanum að gefa pilt-
um einkunnir fyrir það, hve framarlega þeir stæðu í þeirri
fylkingu. Magnús fékk fremur lága einkunn og undi því
illa, kvaðst ekki hafa átt hana skilið. Og það er víst, að
einkunnin sú var ranglát, því að vart getur mann, sem
unni íslandi heitar en hann, landinu sjálfu, sögu þess,
þjóð og tungu. Andi Jóns Sigurðssonar snart hann ungan
og bjó honum stað í fylkingarbrjósti með beztu og trygg-
ustu sonum Islands. Vorhvöt Steingríms var honum lög-
eggjan. Böl íslands var böl hans sjálfs, en heill þess og
heiður gæfa hans og gleði. Hann hefði verið fús þess
hverja stund allt frá æskuárum að fórna því lífi sínu, ef
þá væri nær um hamingju þess.
Hann lauk stúdentsprófi vorið 1877 og varð svo heim-
iliskennari í Birtingaholti tvo næstu vetur. Þau ár taldi