Skírnir - 01.01.1941, Page 60
58
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
hann beztu þroskaár sín. Yngri systkin hans, er námu af
honum, töldu sig alltaf síðan standa í óbættri þakkarskuld
við hann. Svo var kennsla hans. Síðan settist hann í Presta-
skólann, því að það var náskylt, eins og hann sjálfur sagði,
að vera kennimaður og kennari. Vistin í Latínuskólanum
átti engan þátt í þeirri ákvörðun hans. „Skólalífið“, skrif-
ar hann, „virtist í þeim efnum allt dautt og dofið. Það var
eins og þegjandi samkomulag væri um það með piltum, að
láta þau mál liggja í þagnargildi. Guðræknisiðkanirnar
fyrirskipuðu, húslestrarnir kveld og morgna og kirkju-
ferðirnar annan hvern sunnudag virtust verri en gagns-
lausar og kennslan í kristnum fræðum bætti lítið úr skák.
Mörgum leiddist tilfinnanlega að læra trúfræði Liscós.
Menn taka ekki á þeim árunum eins og tóm ílát við hverj-
um lærdómi, sem í þá er troðið, þó að bæði höfuð og hjarta
rísi á móti“. En trúhneigð hans var rík og hlaut næringu
við móðurbrjóst. Heimilisandinn holli í Birtingaholti
studdi einnig allur að því, að trúarskoðanir hans urðu
bjartar og frjálslegar. „Stundum las ég“, skrifar hann,
„hátt fyrir mömmu og heimilismenn- í Gamla testament-
inu, en ekki nema sögubækurnar; til skemmtunar var það,
og hvorki, held ég, að mér né áheyrendum hafi komið til
hugar, að það væri Guðs orð. Ég bar Davíð saman við
Gunnar á Hlíðarenda og Samson við Gretti okkar, og þótti
Grettir þó miklu skemmtilegri, þó að Samson kynni að
hafa verið ennþá sterkari. Nýja testamentið, guðspjöll og
postulasögu las ég með allt öðrum hug og aldrei hátt fyrir
aðra en mig og mömmu og systur, sem var næst mér að
aldri“. Jesús Kristur var konungurinn, sem hann vildi
ganga á hönd í einu og öllu. Því kaus hann sér það hlut-
skipti að gerast prestur. Guðfræðinámið stundaði hann af
mesta kappi og lauk sumarið 1881 einhverju glæsilegasta
embættisprófinu, sem tekið hafði verið í Prestaskólanum
fram að því. * *
*
Næstu veturna tvo fékkst Magnús aftur við kennslu,
hinn fyrri á Eyrarbakka og hinn síðari við Flensborgar-