Skírnir - 01.01.1941, Síða 61
'Skírnir
Magnús Helgason
59
skólann í Hafnarfirði. Vorið 1882 gekk hann að eiga heit-
mey sína, Steinunni Skúladóttur Thorarensen, læknis á
Móeiðarhvoli. Unni hann henni mjög og hefir ritað bet-
ur um ástina en flestir aðrir Islendingar. Hjónaband
þeirra var gott og fagurt, en ekki varð þeim barna auðið.
Annan í hvítasunnu 1883 vígðist hann prestur að
Breiðabólstað á Skógarströnd, og þau hjón fluttu þang-
að vestur. Aðfararræða hans þar er enn til í afriti, svo
mikið þótti þeim, er á hlýddu, til hennar koma. Hún sýn-
ir glöggt, í hvaða hug hann leggur út í prestsskapinn, og
minnir að ýmsu á aðfararræðu Tómasar Sæmundssonar
að Breiðabólstað í Fljótshlíð. I henni er ekkert þoku-
kennt eða á huldu. Guðsríkishugsjón Jesú á að verða að
veruleika þar í prestakallinu, á heimilunum, í hjörtun-
um. Að því vill hann vinna, eftir því sem Guð gefur hon-
um til kraft og náð.
Vel undu þau hjón hag sínum á Skógarströnd. Er skóg-
ur all-mikill á Breiðabólstað og mjög fagurt eins og víð-
ar á Ströndinni, en eyjar fyrir landi með iðandi fugla-
lífi vor og sumar og Breiðaf jörður einhver tignarlegasti
og svipmesti fjörður landsins. Árin tvö, sem þau dvöld-
ust þar, voru þeim unaðsár. Virtist séra Magnús jafnan
síðan hugsa til Skógarstrandar ekki ósvipað því, sem
menn hugsa til unnustu sinnar. Skógstrendingar kunnu
einnig vel að þiggja og meta prestsstörf hans og sjálf-
an hann. Hann eignaðist þar ágæta vini, m. a. — mun
óhætt að segja — hjarta hvers barns, er hann bjó undir
fermingu. Margir þeirra treguðu burtför hans alla æfi.
Minningin um prestsskap hans og veru hjá þeim var
þeim hugljúf og dýrmæt, og eins og helgiblær yfir henni.
Árið 1885 varð séra Magnús prestur að Torfastöðum í
Biskupstungum. Var það að beiðni föður hans, sem þráði
að hafa hann nær sér og sjá hann oftar. Fannst séra
Magnúsi hann ekki geta neitað honum um það, svo margt
hefði hann til sín stórt gert.