Skírnir - 01.01.1941, Síða 62
60
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
Torfastaðir þóttu þá óglæsilegra prestakall en Breiða-
bólsstaður á Skógarströnd. Það var tekjurýrast presta-
kallanna í Árnesprófastsdæmi, stórt um sig, fjórar sókn-
ir og erfitt yfirferðar sökum vatnsfalla, jörðin var nið-
urnídd og lélegur húsakostur. En ekkert af þessu setti
séra Magnús fyrir sig, heldur áttu ærin verkefni vel við
karlmennsklulund hans og þrótt. Hann sléttaði túnið mest
allt og kom því í góða rækt, svo að töðufall jókst um helm-
ing í hans tíð. Hús reisti hann öll að nýju, með miklum
myndarbrag. Hann gerði nýja kirkju á staðnum, og var
efnt til hennar með samskotum. Þannig urðu Torfastaðir
reisulegt og fagurt prestssetur, og þar búið blómlegu
búi. Það átti við um séra Magnús, að „hann prédikaði á
stéttunum“. Hann reyndist hjúum sínum bezti og alúð-
legasti húsbóndi og faðir fósturbörnum þeirra hjóna og
unglingum, sem hann tók til kennslu. Hann ætlaðist til
þess, að vel væri unnið og vasklega, og lét ekki verkefni
skorta, en hann skildi jafnframt, að góðum hjúum er
seint full-borgað, og þau verða að eiga sínar hvíldar og
gleðistundir. Hjúin elskuðu hann og virtu, og var vistin
að Torfastöðum þeim góður skóli. Um vökuna á vetrum
las hann þeim stundum fornsögurnar eða aðrar góðar
bókmenntir, þegar honum gafst næði til. En er dag lengdi
og hætt var að kveikja, sagði hann þeim merkar sögur,
lærdómsríkar og skemmtilegar. Var frásagnarlist hans
með þeim hætti, að vísast verður að leita fornaldar ís-
lendinga til þess að finna aðra eins. Frásögn hans t. d.
um mannskaðann á Mosfellsheiði í Huld, Signýjarhárið
og Sigurður Hranason í „Kvöldræðum“ bera henni ljós-
ast vitni. Fólki var það alveg sérstök unun að heyra
hann segja frá, og ekki þóttu fréttir fullsagðar, nema
hann segði. Hann var sí og æ að miðla öðrum af fróð-
leik sínum, og bak við alla þá fræðslu sló hjarta hins
kristna manns.
Framfaramál safnaðarfólks síns, sveitar og sýslu lét
hann mjög til sín taka og gerðist forgöngumaður um
félagssamtök alls konar. Var þess sízt vanþörf. Hann