Skírnir - 01.01.1941, Side 66
64
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
hann löngu síðar mann, sem hafði átt úr svipuðum vanda
að ráða. Svo sagði hann honum frá því, þegar hann
átti að velja um prestsskapinn áfram eða skólakennara-
stöðuna. Hann fór þá upp á Laugarfjall og bað Guð
að stjórna vilja sínum og kenna sér, hvað hann ætti að
gjöra. Hann var þar lengi dags. Þegar hann kom heim
aftur, var hann alráðinn. „Mig hefir aldrei iðrað þess
síðan“, bætti hann við.
Hann kenndi fjögur ár í Flensborg, unz hann tókst á
hendur forstöðu Kennaraskólans, er þá var nýstofnað-
ur. Mun sú staða þegar hafa verið huguð honum, er hann
fór frá Torfastöðum, og sýnir það traustið, sem til hans
var borið. Aðalhvatamaður þessa var samkennari hans
við Flensborgarskólann, Jón Þórarinsson skólastjóri, er
nú gerðist fræðslumálastjóri, en hafði áður átt drýgstan
þáttinn í stofnun Kennaraskólans með baráttu sinni á
Alþingi ár eftir ár og brautryðjandastarfi í Flensborg
að undirbúningsmenntun kennara.
Það var sameiginlegt afreksverk þeirra bekkjarbræðr-
anna og vinanna að koma í framkvæmd fræðslulögun-
um frá 1907 til eflingar alþýðumenntuninni. Jón Þórar-
insson vann einkum að hinum ytri málum við þing og
stjórn, og varð mjög mikið ágengt í embætti sínu með
festu og dugnaði, áhuga og vitsmunum. En séra Magnús
einbeitti starfi sínu að innri hlið þessara mála, menntun
kennaranna, sem skyldu dreifa sér um byggðir landsins
og veita börnunum fræðslu samkvæmt hinum nýju lög-
um. Auðnaðist honum að rækja það með þeim hætti, að
nemendur hans léta skera á öndvegið, er þeir gáfu hon-
um sjötugum, ummæli Snorra um Ehling Skjálgsson:
„Öllum kom hann til nokkurs þroska“, Hann var kennari
af Guðs náð.
Séra Magnús stóð á fimmtugu, þegar hann flutti vígslu-
ræðu Kennaraskólans 1. vetrardag 1908 og tók til fullra
starfa við hann. Er þá æfinni tekið að halla fyrir ýms-
um, er þeir komast á þann aldur, en hann vinnur eftir
það þann kafla æfistarfsins, sem tilkomumestur mun